Viðskipti innlent

Íbúðalánasjoður hækkar útlánsvexti

Íbúðalánasjóður hefur í kjölfar útboðs á íbúðabréfum ákvaðið að hækka útlánsvexti sjóðsins úr 4,7 prósentum í 4,75 prósent. Um er að ræða útlán sem einungis má greiða upp gegn greiðslu uppgreiðsluálags. Sambærileg kjör hjá bönkunum liggja á bilinu 4,95-5 prósent.

Greiningardeild Landsbankans segir að tilboð hafi borist í bréf fyrir 16,9 milljarða krónur að nafnvirði og að Íbúðalánasjóður hafi tekið tilboðum að nafnvirði 5,2 milljarðar króna í lengsta flokk íbúðabréfa. Flokkurinn er, eins og önnur íbúðabréf, óuppgreiðanlegur og til 40 ára og er ávöxtunarkrafa hans á markaði lægri en annarra íbúðabréfaflokka, sem eru með styttri líftíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×