Hýrnar um hólma og sker 8. maí 2007 08:45 Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur fagnar vori. Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur heldur tvenna vortónleika í kvöld og annað kvöld í Bústaðakirkju. Hefjast tónleikarnir bæði kvöldin kl. 20. Tveir karlar slæðast með í tónleikahald kórsins: Tómas R. Einarsson bassaleikari hefur fylgt kórnum um árabil og styrkt þær með áslætti sínum og í kvöld verður Bergþór Pálsson söngvari gestur við flutning á dagskrá sem er sótt hingað og þangað. Lög eftir Inga T. Lárusson sem þær hafa æft upp vegna heimsóknar sinnar austur á land síðar í þessum mánuði, en þaðan var Ingi ættaður, slagara frá stríðsárunum eru þær líka með á efnisskránni og svo syngja stelpurnar slagara frá unglingsárum sínum: dægurlög blómatímans. Kórstjóri er Jóhanna Þórhallsdóttir og undirleikari Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanóleikari. Léttsveitin er 120 kvenna kór og hafa þær sungið víða sér og öðrum til skemmtunar og yndisauka. Mörgum er í fersku minni heimildarmynd sem sýnd var í sjónvarpi fyrir fáum mánuðum frá ferðalagi kórsins um Evrópu en þær hafa víða farið: Bolungarvík, Dublin, Havana, Kaupmannahöfn, Feneyjar og Vestmannaeyjar. Það er óhætt að lofa hressum söng með sveiflu þar sem Jóhanna og hennar kátu konur – og karlar – eru á ferð. Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur heldur tvenna vortónleika í kvöld og annað kvöld í Bústaðakirkju. Hefjast tónleikarnir bæði kvöldin kl. 20. Tveir karlar slæðast með í tónleikahald kórsins: Tómas R. Einarsson bassaleikari hefur fylgt kórnum um árabil og styrkt þær með áslætti sínum og í kvöld verður Bergþór Pálsson söngvari gestur við flutning á dagskrá sem er sótt hingað og þangað. Lög eftir Inga T. Lárusson sem þær hafa æft upp vegna heimsóknar sinnar austur á land síðar í þessum mánuði, en þaðan var Ingi ættaður, slagara frá stríðsárunum eru þær líka með á efnisskránni og svo syngja stelpurnar slagara frá unglingsárum sínum: dægurlög blómatímans. Kórstjóri er Jóhanna Þórhallsdóttir og undirleikari Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanóleikari. Léttsveitin er 120 kvenna kór og hafa þær sungið víða sér og öðrum til skemmtunar og yndisauka. Mörgum er í fersku minni heimildarmynd sem sýnd var í sjónvarpi fyrir fáum mánuðum frá ferðalagi kórsins um Evrópu en þær hafa víða farið: Bolungarvík, Dublin, Havana, Kaupmannahöfn, Feneyjar og Vestmannaeyjar. Það er óhætt að lofa hressum söng með sveiflu þar sem Jóhanna og hennar kátu konur – og karlar – eru á ferð.
Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira