Landsframleiðsla jókst um 0,6 prósent að meðaltali innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) á öðrum fjórðungi ársins, samkvæmt bráðabirgðatölum stofnunarinnar. Þetta er óbreytt niðurstaða frá fjórðungnum á undan.
Mesta aukningin á milli fjórðunga var í Bandaríkjunum og Bretlandi, eða um 0,8 prósent, á tímabilinu en minnst í Japan og Ítalíu.
Þá dróst landsframleiðsla á evrópusvæðinu saman um 0,4 prósentustig og nam 0,3 prósentum.
Sé litið til breytinga á milli ára jókst landsframleiðsla mest í Bretlandi, eða um 3,0 prósent, en minnst í Frakklandi, 1,3 prósent.
Upplýsingar um landsframleiðslu hér á landi liggja ekki fyrir fyrr en í næsta mánuði.