Viðskipti innlent

Novafone?

Gárungar eru hugsi yfir nýupplýstu samstarfi fjarskiptafyrirtækjanna Vodafone og Nova á sviði farsímaþjónustu. Félögin hafa nefnilega samið um samnýtingu kerfa sinna og spara sér þannig dágóðar fjárhæðir með því að Vodafone fær aðgang að nýju dreifikerfi Nova fyrir þriðju kynslóð farsíma (3G) og Nova fær aðgang að GSM farsímakerfi Vodafone.

Nova er sem kunnugt er félag í eigu alþjóðafjárfestisins Björgólfs Thors Björgólfssonar en hann hefur meðal annars hagnast vel á fjárfestingum í fjarskiptageira í Austur-Evrópu. Spurning hvort hvort samstarf hér er vísir að því sem koma skal. Hvernig hljómar Novafone?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×