Innlent

Varðskipsmenn björguðu unglingum úr sjónum

Óli Tynes skrifar
Varðskipið Týr.
Varðskipið Týr.

Skipverjar á varðskipinu Tý björguðu í gær tveimur unglingum sem höfðu velt seglbát sínum á pollinum á Ísafirði. Varðskipið var í höfn á Ísafirði þegar þetta gerðist og skaut snarlega út báti til þess að bjarga þeim. Þeir voru þá blautir og kaldir.

Unglingarnir voru hinsvegar vel búnir, í blautbúningum og með björgunarvesti þannig að hættan var ekki bráð. Báturinn sem þeir voru á er tveggja manna skel, sem byrjendur í siglingum læra gjarnan á. Mikill áhugi er á siglingum á Ísafirði og ekki óalgengt að siglarar fái sjóböð á ferðum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×