Bankagróði 6 mánaða dygði grunnskólum í 2 ár Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 1. ágúst 2007 18:45 Þrír stærstu bankar landsins högnuðust um tæpa níutíu milljarða á fyrri hluta ársins. Hagnaðurinn myndi duga til að reka alla grunnskóla á landinu í meira en tvö ár. Landsbankinn kynnti afkomu á fyrri hluta ársins í dag og er hagnaðurinn röskir 26 milljarðar. Nú hafa allir þrír stærstu bankar landsins, Kaupþing, Landsbankinn og Glitnir, kynnt uppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Landsbankinn hagnaðist um 26,3 milljarða eftir skatta - sem er 6 milljörðum meira en á sama tíma í fyrra. Samtals högnuðust bankarnir um 88,6 milljarða króna á fyrri hluta ársins. Það er heldur meira en öll sveitarfélögin frá í útsvar af tekjum landsmanna á síðasta ári. Þau fá 87,3 milljarða í útsvar og er langsamlega stærsti tekjustofn sveitarfélaganna, peningar sem standa að miklu leyti undir rekstri leikskóla, grunnskóla, ýmissi þjónustu við fatlaða og aldraða, skipulagsmálum, holræsakerfi, sorphirðu og fleiru. Rúma 32 milljarða þurfti til að reka alla grunnskóla landsins árið 2005 - hagnaður bankanna dygði því til að reka þá í á þriðja ár. En berum saman tölurnar frá þessum þremur bankaveldum í örþjóðfélaginu Íslandi. Kaupþing hagnaðist langmest fyrstu sex mánuði ársins, eða 45,8 milljarða króna, Landsbankinn rúma 26 og Glitnir um 16,5. Þá eru Landsbankinn og Glitnir varla hálfdrættingar á við Kaupþing þegar eignir bankanna eru skoðaðar. Samtals eru eignir bankanna taldar um 9500 milljarða króna virði. Eignir bankanna eru þar með orðnar, ekki bara tvöfalt meiri en verðmæti allra fasteigna á Íslandi, heldur þarf að margfalda fasteignir landsmanna með tveimur komma sex til að fá út sömu tölu. Fréttir Innlent Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Þrír stærstu bankar landsins högnuðust um tæpa níutíu milljarða á fyrri hluta ársins. Hagnaðurinn myndi duga til að reka alla grunnskóla á landinu í meira en tvö ár. Landsbankinn kynnti afkomu á fyrri hluta ársins í dag og er hagnaðurinn röskir 26 milljarðar. Nú hafa allir þrír stærstu bankar landsins, Kaupþing, Landsbankinn og Glitnir, kynnt uppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Landsbankinn hagnaðist um 26,3 milljarða eftir skatta - sem er 6 milljörðum meira en á sama tíma í fyrra. Samtals högnuðust bankarnir um 88,6 milljarða króna á fyrri hluta ársins. Það er heldur meira en öll sveitarfélögin frá í útsvar af tekjum landsmanna á síðasta ári. Þau fá 87,3 milljarða í útsvar og er langsamlega stærsti tekjustofn sveitarfélaganna, peningar sem standa að miklu leyti undir rekstri leikskóla, grunnskóla, ýmissi þjónustu við fatlaða og aldraða, skipulagsmálum, holræsakerfi, sorphirðu og fleiru. Rúma 32 milljarða þurfti til að reka alla grunnskóla landsins árið 2005 - hagnaður bankanna dygði því til að reka þá í á þriðja ár. En berum saman tölurnar frá þessum þremur bankaveldum í örþjóðfélaginu Íslandi. Kaupþing hagnaðist langmest fyrstu sex mánuði ársins, eða 45,8 milljarða króna, Landsbankinn rúma 26 og Glitnir um 16,5. Þá eru Landsbankinn og Glitnir varla hálfdrættingar á við Kaupþing þegar eignir bankanna eru skoðaðar. Samtals eru eignir bankanna taldar um 9500 milljarða króna virði. Eignir bankanna eru þar með orðnar, ekki bara tvöfalt meiri en verðmæti allra fasteigna á Íslandi, heldur þarf að margfalda fasteignir landsmanna með tveimur komma sex til að fá út sömu tölu.
Fréttir Innlent Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira