Meintur höfuðpaur neitar alfarið sök 24. september 2007 00:01 Ómerkta skútan við hlið varðskipsins Ægis á fimmtudag. Í henni reyndust vera rúm 60 kíló af fíkniefnum. Bjarni Hrafnkelsson, einn þeirra sem situr í gæsluvarðhaldi vegna Pólstjörnumálsins, er talinn eiga verulegan þátt í skipulagningu og fjármögnun fíkniefnasmyglsins til Íslands sem var upprætt á fimmtudag. Þá er hann talinn hafa komið að því að útvega efnin erlendis, sem og að pakka þeim. Bjarni neitar því þó alfarið að tengjast málinu á nokkurn hátt. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins játaði Bjarni strax á fimmtudag að þekkja Einar Jökul Einarsson, sem einnig er talinn eiga stóran þátt í smyglinu. Þeir hafi verið í sama kunningjahópi og þekkst í nokkur ár. Bjarni var á fimmtudag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. október. Taldi dómurinn að gengi Bjarni laus gæti hann sett sig í samband við meinta vitorðsmenn sem einnig gengju lausir, eða komið undan sönnunargögnum. Rannsókn lögreglu mun beinast að því fyrst og fremst að upplýsa hvar, hvenær og hvernig fíkniefnunum var komið fyrir í skútunni sem kom til Fáskrúðsfjarðar í síðustu viku, og hverjir komu efnunum fyrir í henni. Ítarrannsókn á skútunni í Keflavík er lokið en hún leiddi ekkert nýtt í ljós. Fimm sitja nú í gæsluvarðhaldi hérlendis vegna málsins; þeir Bjarni og Einar, Alvar Óskarsson og Guðbjarni Traustason, sem sigldu skútunni, og sá sem handtekinn var á bílaleigubíl við Fáskrúðsfjarðarhöfn. Hann var einungis úrskurðaður í einnar viku varðhald og er þáttur hans talinn veigalítill. Þá var Íslendingur sem handtekinn var í Færeyjum úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í gær. Ekki hefur verið ákveðið hvort óskað verði eftir framsali hans til Íslands. Dananum sem einnig var handtekinn í Færeyjum vegna málsins hefur verið sleppt. Þá hefur Loga Frey Einarssyni, bróður Einars Jökuls, sem handtekinn var í Stafangri í Noregi verið sleppt. Ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir honum en Stefán Eiríksson lögreglustjóri vill ekki gefa upp hvers vegna. Stefán segir fleiri íslenska rannsóknarlögreglumenn á leið til Færeyja á næstunni vegna Íslendingsins sem þar er í haldi. Hann segir að íslenskir lögreglumenn hafi verið við störf víðs vegar í Evrópu vegna málsins að undanförnu. Pólstjörnumálið Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir „Málgagn auðmanna landsins hefur hamast á okkur“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Bjarni Hrafnkelsson, einn þeirra sem situr í gæsluvarðhaldi vegna Pólstjörnumálsins, er talinn eiga verulegan þátt í skipulagningu og fjármögnun fíkniefnasmyglsins til Íslands sem var upprætt á fimmtudag. Þá er hann talinn hafa komið að því að útvega efnin erlendis, sem og að pakka þeim. Bjarni neitar því þó alfarið að tengjast málinu á nokkurn hátt. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins játaði Bjarni strax á fimmtudag að þekkja Einar Jökul Einarsson, sem einnig er talinn eiga stóran þátt í smyglinu. Þeir hafi verið í sama kunningjahópi og þekkst í nokkur ár. Bjarni var á fimmtudag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. október. Taldi dómurinn að gengi Bjarni laus gæti hann sett sig í samband við meinta vitorðsmenn sem einnig gengju lausir, eða komið undan sönnunargögnum. Rannsókn lögreglu mun beinast að því fyrst og fremst að upplýsa hvar, hvenær og hvernig fíkniefnunum var komið fyrir í skútunni sem kom til Fáskrúðsfjarðar í síðustu viku, og hverjir komu efnunum fyrir í henni. Ítarrannsókn á skútunni í Keflavík er lokið en hún leiddi ekkert nýtt í ljós. Fimm sitja nú í gæsluvarðhaldi hérlendis vegna málsins; þeir Bjarni og Einar, Alvar Óskarsson og Guðbjarni Traustason, sem sigldu skútunni, og sá sem handtekinn var á bílaleigubíl við Fáskrúðsfjarðarhöfn. Hann var einungis úrskurðaður í einnar viku varðhald og er þáttur hans talinn veigalítill. Þá var Íslendingur sem handtekinn var í Færeyjum úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í gær. Ekki hefur verið ákveðið hvort óskað verði eftir framsali hans til Íslands. Dananum sem einnig var handtekinn í Færeyjum vegna málsins hefur verið sleppt. Þá hefur Loga Frey Einarssyni, bróður Einars Jökuls, sem handtekinn var í Stafangri í Noregi verið sleppt. Ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir honum en Stefán Eiríksson lögreglustjóri vill ekki gefa upp hvers vegna. Stefán segir fleiri íslenska rannsóknarlögreglumenn á leið til Færeyja á næstunni vegna Íslendingsins sem þar er í haldi. Hann segir að íslenskir lögreglumenn hafi verið við störf víðs vegar í Evrópu vegna málsins að undanförnu.
Pólstjörnumálið Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir „Málgagn auðmanna landsins hefur hamast á okkur“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira