Innlent

40 prósent óánægðir með hvalveiðar

MYND/Sigurður E.

Samkvæmt skoðanakönnun Capacent Gallup segjast 40 prósent óánægð með ákvörðun sjávarútvegsráðherra að leyfa hvalveiðar í hagnaðarskyni. Átján prósent taka ekki afstöðu, en 42 prósent segjast ánægð með ákvörðunina. Munur á fylkingunum er innan skekkjumarka.

Könnunin er gerð fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands og International fund for Animal welfare. Í yfirlýsingu frá Náttúruverndarsamtökunum segir að flest bendi til að ekki verði hægt að flytja út hvalkjöt til Japans. Verði það raunin sé von á frekari óánægju með hvalveiðistefnu sjávarútvegsráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×