Innlent

X-Factor gegn kynþáttamisrétti í Smáralind

Dæmir þú fólk eftir útlitinu?, er yfirskrift skiltisins.
Dæmir þú fólk eftir útlitinu?, er yfirskrift skiltisins.

Í dag er alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti. Að því tilefni standa nokkur samtök á Íslandi fyrir skemmtun í Smáralind klukkan 17. Þátttakendur í X-Factor koma fram og boðið verður upp á fjölmenningarspjall, sælgæti og barmmerki.

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna valdi daginn í minningu 69 mótmælenda sem létust í mótmælum gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku.

Nú er einnig Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti. Hún miðar að því að stuðla að umburðarlyndi í álfunni með því að uppræta mismun, fordóma og þjóðernishyggju.

Kynþáttamisrétti nær yfir vítt svið, allt frá fordómum til ofbeldisverka. Á Íslandi birtist það helst í útlendingafælni og duldum fordómum gagnvart fólki af erlendum uppruna.

Birtingarmyndin er einkum í hversdagslífinu þegar talað er niður til ákveðins hóps fólks. Því er meinaður aðgangur að skemmtunum og fær lakari þjónustu og atvinnu en aðrir, eins og segir í tilkynningu frá Mannréttindaskrifstofu Íslands.

Erlendir ríkisborgarar eru sex prósent af heildarmannfjölda á Íslandi.

Samtökin sem standa að viðburðinum eru Mannréttindaskrifstofa Íslands, Þjóðkirkjan, Alþjóðahús, Amnesty International, Rauði krossinn, Ísland Panorama, ÍTR, Jafningafræðsla Hins hússins, Soka Gakkai Íslandi og Múltíkúltí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×