Innlent

75% vilja áherslu á náttúru- og umhverfismál

Frá Heiðmörk.
Frá Heiðmörk. MYND/ÞÖK

Mikill meirihluti vill að stjórnmálaflokkarnir leggi meiri áherslu á náttúruvernd og umhverfismál. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Capacent Gallup gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands og leiðir í ljós að 75 prósent eru fylgjandi málefninu. Einungis tæp fimm prósent töldu að flokkarnir ættu að leggja minni áherslu á náttúruvernd og umhverfismál.

Í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökunum segir að niðurstaðan sé áminning til ráðamanna um skýra afstöðu og áform varðandi verndun náttúru landsins, virkjanir, uppbyggingu álvera, vegagerð á hálendinu, samdrátt í útstreymi gróðurhúsalofttegunda og fræðslu til alemennings um umhverfismál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×