Fótbolti

Gunnar Þór til Norrköping

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnar Þór Gunnarsson á landsliðsæfingu.
Gunnar Þór Gunnarsson á landsliðsæfingu. Mynd/Anton

Gunnar Þór Gunnarsson samdi í dag við sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping til næstu þriggja ára.

Hann kemur frá Hammarby þar sem hann hefur verið undanfarin tvö tímabil. Hann á að baki 42 leiki í sænsku úrvalsdeildinni með Hammarby.

Gunnar Þór er 22 ára gamall og segir í samtali við heimasíðu Norrköping að hann sé ánægður með vistaskiptin.

„Ég hef rætt við Stefán Þórðarson og Garðar Gunnlaugsson sem töluðu vel um félagið. Norrköping er stórt félag sem er nú að rísa aftur og verður gaman að taka þátt í næsta tímabili."

Norrköping vann sér sæti í úrvalsdeildinni eftir fimm ára baráttu í sænsku 1. deildinni. Stefán er á förum frá félaginu og leikur með ÍA á næsta ári en Garðar verður áfram hjá Norrköping.

Þá æfði Davíð Þór Viðarsson með Norrköping fyrir skemmstu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×