Innlent

Áfram hvasst sunnan til

Áfram er búist við nokkuð hvössum vindi í höfuðborginni og víða á landinu sunnan- og vestanverðu auk þess sem gert er ráð fyrir snörpum vindhviðum við fjöll. Þessu fylgja skúrir eða él. Vindstrengurinn færist smám saman í dag yfir á austanvert landið. "Það verður býsna hvasst fram yfir hádegi, einkum á sunnanverðu landinu en síðdegis fer að lægja í höfuðborginni og vestan til á Suðurlandi" segir Sigurður Þ. Ragnarsson yfirveðurfræðingur á Veðurstofu Stöðvar 2.

"Við erum ekki að tala um neitt ofsaveður en byljótt verður það og t.a.m. er sjálvirk veðurstöð í Garðbænum að sýna 24 m/s í hviðum nú í morgun og þá var sunnan stormur bæði á Eyrarbakka og í Grindavík eða 24 m/s" segir Sigurður og bætir við: "Maður hefur nú oft séð það svartara en það er vissulega ástæða til að fara með gát ef menn eru að einhverju flakki".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×