Enski boltinn

Ballack veit að hann getur betur

Michael Ballack er ekki sami leikmaðurinn fyrir Chelsea eins og hann var fyrir Bayern Munchen.
Michael Ballack er ekki sami leikmaðurinn fyrir Chelsea eins og hann var fyrir Bayern Munchen. MYND/Getty

Michael Ballack, hinn þýski miðvallarleikmaður Chelsea, viðurkennir að hann hafi ekki verið upp á sitt besta á sínu fyrsta tímabili í England. Miklar væntingar voru gerðar til Ballack eftir að hann gekk í raðir Chelsea frá Bayern Munchen síðasta sumar - væntingar sem hann hefur engan veginn náð að standa undir.

"Ég get ekki sagt að ég sé mjög ánægður með frammistöðu mína. Ég veit að ég verð að bæta mig, en það er ekki auðvelt. Chelsea er stórt félag sem hefur náð frábærum árangri síðustu tvö ár. Það er alltaf erfitt fyrir nýjan leikmann að aðlagast sigursælu liði," segir Ballack, sem þó horfir björtum augum til næstu leiktíðar.

"Þetta lítur vel út fyrir framtíðina. Ég mun alltaf gera mitt besta og vonandi mun leikur minn batna. Við sjáum til," segir Ballack.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×