Ameríka bíður eftir Nylon 13. júlí 2007 10:00 Disney-fyrirtækið vill setjast að samningaborðinu við þær og gera sjónvarpsþátt. Afþreyingarrisinn Disney í Bandaríkjunum er áhugasamur um Nylon-flokkinn. Á teikniborðinu er sjónvarpsþáttur um íslenska stelpnabandið. „Þetta er náttúrlega ótrúlega spennandi,“ segir Alma Guðmundsdóttir, söngkona úr Nylon, en stúlknaflokkurinn, ásamt útgáfufyrirtækinu Believer, heldur til Bandaríkjanna á næstunni þar sem afþreyingarrisinn Walt Disney hefur óskað eftir fundahöldum við þau. Á teikniborðinu er sjónvarpsþáttur um íslenskt stúlknaband sem kemur til Bandaríkjanna og hyggst slá þar í gegn. Ef þetta verður að veruleika kemur út plata til að fylgja þáttunum eftir. „Þetta er allt á frumstigi þannig að báðir fæturnir verða að vera kirfilega festir við jörðina en við erum að sjálfsögðu í skýjunum yfir þessum áhuga,“ bætir Alma við. „Það yrði auðvitað toppurinn á tilverunni ef þetta yrði að raunveruleika enda er unglingasjónvarp Disneys alveg gríðarlega vinsælt.“ Óhætt er að segja að lífið leiki við Nylon-stelpurnar því við þessar fréttir bætast að Nylon-stúlkan Emilía Björk Óskarsdóttir gengur í það heilaga á morgun og vinkonur hennar ætla að sjálfsögðu að taka lagið við athöfnina. Alma vildi ekki gefa upp hvaða lag hefði orðið fyrir valinu en að lagavalið ætti eftir að koma skemmtilega á óvart. Einar Bárðarson, umboðsmaður sveitarinnar, sagði að þetta væri í raun einstakt tækifæri fyrir stúlkurnar. Verkefnið myndi þó útheimta mikla vinnu, blóð, svita og tár. Disney-fyrirtækið væri einn allra stærsti framleiðandi afþreyingarefnis í heiminum og meðal þeirra tónlistarmanna sem hefðu verið á mála hjá fyrirtækinu væru Britney Spears, Christina Aguilera og Justin Timberlake. „Við höfum verið að vinna að næstu skrefum hjá Nylon erlendis og einbeitt okkur að breska markaðnum. Fyrir nokkrum vikum fengum við símtal frá samstarfsaðila okkar í Los Angeles þar sem okkur var tjáð að áhugi væri hjá Disney að fá stelpurnar til sín. Um væri þá að ræða sjónvarpsþátt sem yrði fylgt eftir með plötu,“ segir Einar en tekur skýrt fram að viðræðurnar séu á byrjunarstigi og því geti vel brugðið til beggja vona. Hann bætir því þó við að í Bretlandi hafi mönnum ekki þótt stúlkurnar nógu frakkar enda væri hefð fyrir því að tónlistarmenn í þessum geira sýndu mikið hold og næðu heimsfrægð fyrir. „En núna lítur allt út fyrir að það sem stóð í Bretanum gangi á Bandaríkjamarkað.“ Heimildir Fréttablaðsins herma að Magnús Scheving hafi aðstoðað Einar og Nylon á bak við tjöldin við að koma þessu á koppinn. En Einar vildi lítið tjá sig um það mál. Sagði að Magnús byggi vissulega úti á Nesi og því væri stutt yfir. „En ef svo færi að hann gengi til liðs við okkur yrði það mikill styrkur.“ Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Afþreyingarrisinn Disney í Bandaríkjunum er áhugasamur um Nylon-flokkinn. Á teikniborðinu er sjónvarpsþáttur um íslenska stelpnabandið. „Þetta er náttúrlega ótrúlega spennandi,“ segir Alma Guðmundsdóttir, söngkona úr Nylon, en stúlknaflokkurinn, ásamt útgáfufyrirtækinu Believer, heldur til Bandaríkjanna á næstunni þar sem afþreyingarrisinn Walt Disney hefur óskað eftir fundahöldum við þau. Á teikniborðinu er sjónvarpsþáttur um íslenskt stúlknaband sem kemur til Bandaríkjanna og hyggst slá þar í gegn. Ef þetta verður að veruleika kemur út plata til að fylgja þáttunum eftir. „Þetta er allt á frumstigi þannig að báðir fæturnir verða að vera kirfilega festir við jörðina en við erum að sjálfsögðu í skýjunum yfir þessum áhuga,“ bætir Alma við. „Það yrði auðvitað toppurinn á tilverunni ef þetta yrði að raunveruleika enda er unglingasjónvarp Disneys alveg gríðarlega vinsælt.“ Óhætt er að segja að lífið leiki við Nylon-stelpurnar því við þessar fréttir bætast að Nylon-stúlkan Emilía Björk Óskarsdóttir gengur í það heilaga á morgun og vinkonur hennar ætla að sjálfsögðu að taka lagið við athöfnina. Alma vildi ekki gefa upp hvaða lag hefði orðið fyrir valinu en að lagavalið ætti eftir að koma skemmtilega á óvart. Einar Bárðarson, umboðsmaður sveitarinnar, sagði að þetta væri í raun einstakt tækifæri fyrir stúlkurnar. Verkefnið myndi þó útheimta mikla vinnu, blóð, svita og tár. Disney-fyrirtækið væri einn allra stærsti framleiðandi afþreyingarefnis í heiminum og meðal þeirra tónlistarmanna sem hefðu verið á mála hjá fyrirtækinu væru Britney Spears, Christina Aguilera og Justin Timberlake. „Við höfum verið að vinna að næstu skrefum hjá Nylon erlendis og einbeitt okkur að breska markaðnum. Fyrir nokkrum vikum fengum við símtal frá samstarfsaðila okkar í Los Angeles þar sem okkur var tjáð að áhugi væri hjá Disney að fá stelpurnar til sín. Um væri þá að ræða sjónvarpsþátt sem yrði fylgt eftir með plötu,“ segir Einar en tekur skýrt fram að viðræðurnar séu á byrjunarstigi og því geti vel brugðið til beggja vona. Hann bætir því þó við að í Bretlandi hafi mönnum ekki þótt stúlkurnar nógu frakkar enda væri hefð fyrir því að tónlistarmenn í þessum geira sýndu mikið hold og næðu heimsfrægð fyrir. „En núna lítur allt út fyrir að það sem stóð í Bretanum gangi á Bandaríkjamarkað.“ Heimildir Fréttablaðsins herma að Magnús Scheving hafi aðstoðað Einar og Nylon á bak við tjöldin við að koma þessu á koppinn. En Einar vildi lítið tjá sig um það mál. Sagði að Magnús byggi vissulega úti á Nesi og því væri stutt yfir. „En ef svo færi að hann gengi til liðs við okkur yrði það mikill styrkur.“
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira