Golf

Verplank sigraði á Byron Nelson mótinu

Scott Verplank með sigurlaunin
Scott Verplank með sigurlaunin NordicPhotos/GettyImages

Bandaríkjamaðurinn Scott Verplank sigraði á Byron Nelson PGA-mótinu, sem lauk í Dallas í Texas í kvöld. Hann lék lokahringinn á 66 höggum og hringina fjóra á samtals 267 höggum, eða 13 höggum undir pari.

Englendingurinn Luke Donald, sem var með forystu fyrir lokahringinn, var einu höggi á eftir. Fjórir kylfingar deildu með sér þriðja sætinu á samtals 10 höggum undir pari, en það voru Phil Mickelson og Rory Sabbatini, sem léku lokahringinn á 64 höggum, Ian Poulter og Jerry Kelly.

Donald var í forystu lengst af, og með tveggja högga forskot á Verplank þegar þeir komu að 9. holu. Þar gerði Donald afdrifarík mistök, húkkaði teighöggið út í skóg og þurfti fjögur högg til að komast inn á flöt á par-4 holu. Hann notaði sex högg á holuna og Scott Verplank nýtti sér það, fékk par - tók forystuna og hélt henni til loka.

Frétt af Kylfingur.is 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×