Treysta öðrum en íslenskum fyrirtækjum 30. apríl 2007 19:17 Íslenskir áhrifavaldar bera mest traust til sænskra, þýskra og kanadískra alþjóðafyrirtækja. Íslensk fyrirtæki lenda í fjórða til fimmta sæti yfir þau fyrirtæki sem mesta traustsins njóta. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar Capacent Gallup og AP almannatengsla á trausti íslenskra „áhrifavalda", en rannsóknin er sambærileg alþjóðlegri könnun sem almannatengslafyrirtækið Edelman hefur framkvæmt síðustu átta ár. Niðurstöðurnar verða kynntar í heild sinni á málþingi í Salnum í Kópavogi á fimmtudag. Í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að um 61 prósent segjast bera frekar eða mikið trausts til alþjóðafyrirtækja með höfuðstöðvar á Íslandi en mest traust er borið til sænskra fyrirtækja (75%), þýskra (74%) og kanadískra (66%). Japönsk fyrirtæki deila svo fjórða til fimmta sætinu með þeim íslensku. Sænsk, þýsk og kanadísk fyrirtæki tróna einnig á toppi alþjóðlegu rannsóknarinnar, en athyglisvert verður þó að teljast að Íslendingar beri minna traust til íslenskra fyrirtækja heldur en fyrirtækja frá þessum þremur löndum. Minnst traust bera íslenskir áhrifavaldar svo til rússneskra (1%), mexíkóskra (3%), brasilískra (4%) og pólskra (7%) fyrirtækja. Kannaðir voru fjölmargir aðrir þætti sem snúa að trausti og trúverðugleika í könnuninni og verða niðurstöðurnar kynntar nánar á málþinginu 3. maí. Þar mun David Brain, framkvæmdastjóri Edelman í Evrópu, jafnframt kynna niðurstöður alþjóðlegu könnunarinnar, sem eru jafnan kynntar á heimsviðskiptaráðstefnunni í Davos og hafa vakið mikla athygli síðustu ár. Könnun Capacent Gallup er sambærileg traustskönnun Edelman, en hún mælir viðhorf skilgreindra áhrifavalda. Þeir eru háskólamenntað fólk á aldrinum 35-64 ára sem fylgist með fjölmiðlum og hefur heildartekjur yfir 400.000 krónum á mánuði. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira
Íslenskir áhrifavaldar bera mest traust til sænskra, þýskra og kanadískra alþjóðafyrirtækja. Íslensk fyrirtæki lenda í fjórða til fimmta sæti yfir þau fyrirtæki sem mesta traustsins njóta. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar Capacent Gallup og AP almannatengsla á trausti íslenskra „áhrifavalda", en rannsóknin er sambærileg alþjóðlegri könnun sem almannatengslafyrirtækið Edelman hefur framkvæmt síðustu átta ár. Niðurstöðurnar verða kynntar í heild sinni á málþingi í Salnum í Kópavogi á fimmtudag. Í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að um 61 prósent segjast bera frekar eða mikið trausts til alþjóðafyrirtækja með höfuðstöðvar á Íslandi en mest traust er borið til sænskra fyrirtækja (75%), þýskra (74%) og kanadískra (66%). Japönsk fyrirtæki deila svo fjórða til fimmta sætinu með þeim íslensku. Sænsk, þýsk og kanadísk fyrirtæki tróna einnig á toppi alþjóðlegu rannsóknarinnar, en athyglisvert verður þó að teljast að Íslendingar beri minna traust til íslenskra fyrirtækja heldur en fyrirtækja frá þessum þremur löndum. Minnst traust bera íslenskir áhrifavaldar svo til rússneskra (1%), mexíkóskra (3%), brasilískra (4%) og pólskra (7%) fyrirtækja. Kannaðir voru fjölmargir aðrir þætti sem snúa að trausti og trúverðugleika í könnuninni og verða niðurstöðurnar kynntar nánar á málþinginu 3. maí. Þar mun David Brain, framkvæmdastjóri Edelman í Evrópu, jafnframt kynna niðurstöður alþjóðlegu könnunarinnar, sem eru jafnan kynntar á heimsviðskiptaráðstefnunni í Davos og hafa vakið mikla athygli síðustu ár. Könnun Capacent Gallup er sambærileg traustskönnun Edelman, en hún mælir viðhorf skilgreindra áhrifavalda. Þeir eru háskólamenntað fólk á aldrinum 35-64 ára sem fylgist með fjölmiðlum og hefur heildartekjur yfir 400.000 krónum á mánuði.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira