Innlent

Stærsta jarðýta landsins á ferðinni

Stærsta jarðýta landsins var á ferðinni um höfuðborgarsvæðið í gærkvöldi. Um er að ræða 117 tonna ferlíki enda dugði ekkert minna en stærsti tengivagn landsins sem og öflugasti dráttarbíllinn. Undirbúningur flutningsins hefur tekið nokkurn tíma og gekk allt að óskum. Ýtan var flutt í Vatnsskarðsnámur við Kleifarvatn, en þar mun hún leysa tvær stórar jarðýtur af hólmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×