Raikkönen byrjar vel hjá Ferrari 18. mars 2007 13:48 Kimi Raikkönen byrjar feril sinn hjá Ferrari mjög vel NordicPhotos/GettyImages Kimi Raikkönen sigraði í ástralska kappakstrinum í Formúlu 1 í nótt og vann þar með sigur í fyrstu keppni sinni hjá Ferrari-liðinu. Það var samt nýliðinn Lewis Hamilton hjá McLaren sem stal senunni í dag þegar hann náði þriðja sætinu í sinni fyrstu keppni á ferlinum. Félagi hans og heimsmeistarinn Fernando Alonso varð í öðru sæti, en McLaren bílarnir höfðu ekki roð við sprækum Ferrari-bílnum. Raikkönen leiddi frá upphafi til enda í Melbourne í nótt og þótti öruggur akstur hans á tíðum minna á yfirburði forvera hans hjá Ferrari, Michael Schumacher. "Við þurftum aldrei að þjösnast neitt á bílnum og þetta var nokkuð öruggt. Eina vandamálið fyrir mig í akstrinum var að talstöðin bilaði skömmu eftir ræsingu. Ég er mjög ánægður með þessa byrjun og það er frábært að byrja á sigri hjá nýju liði," sagði Finninn hógværi. "Það er í lagi að byrja á að ná öðru sæti, en við eigum eftir að bæta okkur talsvert. Ferrari var einfaldlega fljótari en bíllinn okkar í dag," sagði heimsmeistarinn Alonso. Lewis Hamilton gat ekki verið annað en ánægður með frumraun sína, en bronsverðlaun hans í dag voru besti árangur bresks ökumanns í frumraun sinni í Formúlu 1 í fjóra áratugi. "Það var gaman að hafa forystuna um tíma í fyrstu keppninni minni, en ég neita því ekki að það var erfitt að vera með tvöfaldan heimsmeistarann á eftir sér," sagði hinn ungi Hamilton. Formúla Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Kimi Raikkönen sigraði í ástralska kappakstrinum í Formúlu 1 í nótt og vann þar með sigur í fyrstu keppni sinni hjá Ferrari-liðinu. Það var samt nýliðinn Lewis Hamilton hjá McLaren sem stal senunni í dag þegar hann náði þriðja sætinu í sinni fyrstu keppni á ferlinum. Félagi hans og heimsmeistarinn Fernando Alonso varð í öðru sæti, en McLaren bílarnir höfðu ekki roð við sprækum Ferrari-bílnum. Raikkönen leiddi frá upphafi til enda í Melbourne í nótt og þótti öruggur akstur hans á tíðum minna á yfirburði forvera hans hjá Ferrari, Michael Schumacher. "Við þurftum aldrei að þjösnast neitt á bílnum og þetta var nokkuð öruggt. Eina vandamálið fyrir mig í akstrinum var að talstöðin bilaði skömmu eftir ræsingu. Ég er mjög ánægður með þessa byrjun og það er frábært að byrja á sigri hjá nýju liði," sagði Finninn hógværi. "Það er í lagi að byrja á að ná öðru sæti, en við eigum eftir að bæta okkur talsvert. Ferrari var einfaldlega fljótari en bíllinn okkar í dag," sagði heimsmeistarinn Alonso. Lewis Hamilton gat ekki verið annað en ánægður með frumraun sína, en bronsverðlaun hans í dag voru besti árangur bresks ökumanns í frumraun sinni í Formúlu 1 í fjóra áratugi. "Það var gaman að hafa forystuna um tíma í fyrstu keppninni minni, en ég neita því ekki að það var erfitt að vera með tvöfaldan heimsmeistarann á eftir sér," sagði hinn ungi Hamilton.
Formúla Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira