Óljóst með endurbyggingu 19. apríl 2007 09:00 Þórður við Rósenberg. Þórður Pálmason, sem missti mikið af eigum sínum á staðnum Rósenberg í brunanum, sést hér fylgjast með slökkvistarfi. MYND/Anton „Það er óljóst á þessu stigi hvort við ráðumst í endurbyggingu,“ sagði Garðar Hannes Friðjónsson, framkvæmdastjóri Fasteignafélagsins Eikar, sem er eigandi Lækjargötu 2 og húsnæðisins þar sem söluturninn Fröken Reykjavík var til húsa, en talið er að eldurinn hafi kviknað. „Þetta er auðvitað skelfilegt en við þökkum fyrir að enginn hafi slasast í þessum mikla eldi. Það er erfitt að gera sér grein fyrir skaðanum en það er ljóst að hann er mjög mikill sökum elds, reyks og vatns. Þetta er tryggt en það er erfitt að gera sér grein fyrir því að hve miklu leyti. Það væri gott ef við gætum byggt upp húsnæðið í upprunalegri mynd en það er ótímabært að gera sér grein fyrir stöðu mála núna.“ Eik leigði út húsnæði til Rósenberg, Kaffi Óperu, Landsbankans og Iceland visitors, sem leigði út húsnæðið undir söluturninn. Þórður Pálmason, sem leigir reksturinn á Rósenberg af Eik, var að vonum daufur í dálkinn er hann sat á stéttarkanti við Lækjargötu og horfði á staðinn brenna. „Ég er mjög lítið tryggður og þetta er gríðarlegt tjón fyrir mig. Í raun var þetta allt sem ég átti. Ég var með ýmsa persónulega muni þarna inni sem ég held því miður að séu ónýtir.“ Bjarni Jónsson, sem er í forsvari fyrir félagið Austurstæti 22 hf. sem á og leigir út húsið þar sem skemmtistaðurinn Pravda var en húsið gjöreyðilagðist í brunanum, sagði ótímabært að svara því hvort ráðist verði í endurbyggingu. „Það þarf að byrja á því að meta tjónið og síðan skoðum við okkar mál. Það er auðvitað hræðilegt að horfa upp á þetta gerast. Við erum tryggð en það er ekki ljóst enn þá hvernig þessi mál fara. Það er alltof snemmt að reyna að meta tjónið til fjár.“ Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
„Það er óljóst á þessu stigi hvort við ráðumst í endurbyggingu,“ sagði Garðar Hannes Friðjónsson, framkvæmdastjóri Fasteignafélagsins Eikar, sem er eigandi Lækjargötu 2 og húsnæðisins þar sem söluturninn Fröken Reykjavík var til húsa, en talið er að eldurinn hafi kviknað. „Þetta er auðvitað skelfilegt en við þökkum fyrir að enginn hafi slasast í þessum mikla eldi. Það er erfitt að gera sér grein fyrir skaðanum en það er ljóst að hann er mjög mikill sökum elds, reyks og vatns. Þetta er tryggt en það er erfitt að gera sér grein fyrir því að hve miklu leyti. Það væri gott ef við gætum byggt upp húsnæðið í upprunalegri mynd en það er ótímabært að gera sér grein fyrir stöðu mála núna.“ Eik leigði út húsnæði til Rósenberg, Kaffi Óperu, Landsbankans og Iceland visitors, sem leigði út húsnæðið undir söluturninn. Þórður Pálmason, sem leigir reksturinn á Rósenberg af Eik, var að vonum daufur í dálkinn er hann sat á stéttarkanti við Lækjargötu og horfði á staðinn brenna. „Ég er mjög lítið tryggður og þetta er gríðarlegt tjón fyrir mig. Í raun var þetta allt sem ég átti. Ég var með ýmsa persónulega muni þarna inni sem ég held því miður að séu ónýtir.“ Bjarni Jónsson, sem er í forsvari fyrir félagið Austurstæti 22 hf. sem á og leigir út húsið þar sem skemmtistaðurinn Pravda var en húsið gjöreyðilagðist í brunanum, sagði ótímabært að svara því hvort ráðist verði í endurbyggingu. „Það þarf að byrja á því að meta tjónið og síðan skoðum við okkar mál. Það er auðvitað hræðilegt að horfa upp á þetta gerast. Við erum tryggð en það er ekki ljóst enn þá hvernig þessi mál fara. Það er alltof snemmt að reyna að meta tjónið til fjár.“
Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira