Óljóst með endurbyggingu 19. apríl 2007 09:00 Þórður við Rósenberg. Þórður Pálmason, sem missti mikið af eigum sínum á staðnum Rósenberg í brunanum, sést hér fylgjast með slökkvistarfi. MYND/Anton „Það er óljóst á þessu stigi hvort við ráðumst í endurbyggingu,“ sagði Garðar Hannes Friðjónsson, framkvæmdastjóri Fasteignafélagsins Eikar, sem er eigandi Lækjargötu 2 og húsnæðisins þar sem söluturninn Fröken Reykjavík var til húsa, en talið er að eldurinn hafi kviknað. „Þetta er auðvitað skelfilegt en við þökkum fyrir að enginn hafi slasast í þessum mikla eldi. Það er erfitt að gera sér grein fyrir skaðanum en það er ljóst að hann er mjög mikill sökum elds, reyks og vatns. Þetta er tryggt en það er erfitt að gera sér grein fyrir því að hve miklu leyti. Það væri gott ef við gætum byggt upp húsnæðið í upprunalegri mynd en það er ótímabært að gera sér grein fyrir stöðu mála núna.“ Eik leigði út húsnæði til Rósenberg, Kaffi Óperu, Landsbankans og Iceland visitors, sem leigði út húsnæðið undir söluturninn. Þórður Pálmason, sem leigir reksturinn á Rósenberg af Eik, var að vonum daufur í dálkinn er hann sat á stéttarkanti við Lækjargötu og horfði á staðinn brenna. „Ég er mjög lítið tryggður og þetta er gríðarlegt tjón fyrir mig. Í raun var þetta allt sem ég átti. Ég var með ýmsa persónulega muni þarna inni sem ég held því miður að séu ónýtir.“ Bjarni Jónsson, sem er í forsvari fyrir félagið Austurstæti 22 hf. sem á og leigir út húsið þar sem skemmtistaðurinn Pravda var en húsið gjöreyðilagðist í brunanum, sagði ótímabært að svara því hvort ráðist verði í endurbyggingu. „Það þarf að byrja á því að meta tjónið og síðan skoðum við okkar mál. Það er auðvitað hræðilegt að horfa upp á þetta gerast. Við erum tryggð en það er ekki ljóst enn þá hvernig þessi mál fara. Það er alltof snemmt að reyna að meta tjónið til fjár.“ Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Sjá meira
„Það er óljóst á þessu stigi hvort við ráðumst í endurbyggingu,“ sagði Garðar Hannes Friðjónsson, framkvæmdastjóri Fasteignafélagsins Eikar, sem er eigandi Lækjargötu 2 og húsnæðisins þar sem söluturninn Fröken Reykjavík var til húsa, en talið er að eldurinn hafi kviknað. „Þetta er auðvitað skelfilegt en við þökkum fyrir að enginn hafi slasast í þessum mikla eldi. Það er erfitt að gera sér grein fyrir skaðanum en það er ljóst að hann er mjög mikill sökum elds, reyks og vatns. Þetta er tryggt en það er erfitt að gera sér grein fyrir því að hve miklu leyti. Það væri gott ef við gætum byggt upp húsnæðið í upprunalegri mynd en það er ótímabært að gera sér grein fyrir stöðu mála núna.“ Eik leigði út húsnæði til Rósenberg, Kaffi Óperu, Landsbankans og Iceland visitors, sem leigði út húsnæðið undir söluturninn. Þórður Pálmason, sem leigir reksturinn á Rósenberg af Eik, var að vonum daufur í dálkinn er hann sat á stéttarkanti við Lækjargötu og horfði á staðinn brenna. „Ég er mjög lítið tryggður og þetta er gríðarlegt tjón fyrir mig. Í raun var þetta allt sem ég átti. Ég var með ýmsa persónulega muni þarna inni sem ég held því miður að séu ónýtir.“ Bjarni Jónsson, sem er í forsvari fyrir félagið Austurstæti 22 hf. sem á og leigir út húsið þar sem skemmtistaðurinn Pravda var en húsið gjöreyðilagðist í brunanum, sagði ótímabært að svara því hvort ráðist verði í endurbyggingu. „Það þarf að byrja á því að meta tjónið og síðan skoðum við okkar mál. Það er auðvitað hræðilegt að horfa upp á þetta gerast. Við erum tryggð en það er ekki ljóst enn þá hvernig þessi mál fara. Það er alltof snemmt að reyna að meta tjónið til fjár.“
Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Sjá meira