Golf

Tiger kominn í hóp efstu manna

Tiger Woods er í hópi efstu manna fyrir lokadag Masters-mótsins í kvöld.
Tiger Woods er í hópi efstu manna fyrir lokadag Masters-mótsins í kvöld.

Miklar sviptingar urðu á þriðja degi Masters-mótsins í golfi í gær og hefur Ástralinn Stuart Appleby nú náð forystu í mótinu. Appleby hefur eins höggs forystu á Justin Rose og Tiger Woods, en sá síðastnefndi lék sinn besta hring til þessa í gær. Enginn kylfingur er undir pari vallarins.

Appleby lék á einu höggi yfir pari í gær og er samanlagt á tveimur höggum yfir pari. Tiger Woods byrjaði mjög vel í gær og þegar hann átti tvær holur eftir hafði hann leikið samtals á tveimur höggum undir pari. En skolli á báðum síðustu holunum ollu því að hann missti Appleby fram úr sér. Tiger hefur leikið alls á þremur höggum yfir pari, líkt og Englendingurinn Justin Rose.

Brett Wetterich, sem sem var með forystu eftir tvo fyrstu keppnisdagana, hrundi niður listann í gær. Hann gugnaði algjörlega undan pressunni, lék á alls 83 höggum eða 11 yfir pari vallarins. Phil Mickelson, sigurvegarinn frá því í fyrra, er fjórum höggum á eftir Appleby og á ennþá möguleika á sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×