Tónlist

Fersk nálgun

kimono og curver
Platan Kimono + Curver er komin út á vegum útgáfufyrirtækisins Tíma.
kimono og curver Platan Kimono + Curver er komin út á vegum útgáfufyrirtækisins Tíma.

Hljómsveitin Kimono og listamaðurinn Curver hafa gefið út plötuna Curver + Kimono. Um er að ræða nýja útgáfu á fyrstu plötu Kimono, Mineur Agressif.

„Við tölum ekki um þetta sem „remix“ plötu þótt hún sé þannig í grunninn. Við unnum þetta sem nýja plötu,“ segir Curver.

Furðulegar útgáfur



Forsaga plötunnar er sú að Curver tók upp Mineur Agressif fyrir Kimono fyrir fjórum árum. Í hljóðblöndunarferlinu var eitt lag tekið fyrir á dag en eftir að því var lokið fögnuðu þeir félagar áfanganum með að gera furðulegar „freak mix” útgáfur af laginu sér til gamans. Eftir að hljóðin voru teygð, sveigð og beygð varð útkoman að einhverju sem gæti legið á milli dub, post-rock og noise.

Lagerinn kannaður



Nokkru eftir að Mineur Agressif var gefin út kom upp sú hugmynd að gera eitthvað með þessar nýju útgáfur. Eftir að lagerinn var endurkannaður töldu Kimono og Curver að þar lægi fyrir heilsteyp plata með ögrandi og ferskri nálgun.

Skemmtilegur hljóðheimur

„Það var frábært að vinna með þeim,“ segir Curver um samstarfið með Kimono. „Við vinnum mjög vel saman og erum miklir félagar. Þetta er skemmtilegur hljóðheimur sem bandið er með og þeir hafa leyft mér að koma fram með mínar hugmyndir líka. Okkur fannst þessi tónlist vera miklu skrítnari fyrir fjórum árum síðan. Fólk er kannski opnara fyrir þessu núna enda er meiri „sækadelísk“ bylgja í gangi núna.“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.