Lífið

"Baretta" áfrýjar

Robert "Baretta" Blake, ásamt lögfræðingi sínum.
Robert "Baretta" Blake, ásamt lögfræðingi sínum.

Bandaríski leikarinn Robert Blake hefur áfrýjað dómsúrskurði þar sem honum var gert að greiða fjölskyldu fyrrverandi eiginkonu sinni 30 milljónir dollara fyrir að myrða hana. Leikarinn var sýknaður fyrir sakadómi en sakfelldur í einkamáli, nokkuð svipað og gerðist með O.J. Simpson. Blake er aðallega þekktur fyrir sjónvarpsþættina Baretta, sem voru vinsælir á seinni hluta síðustu aldar.

Verjandi Blakes segir að kviðdómurinn hafi verið óhæfur. Dómendur hafi rætt sín á milli um að hafa skaðabæturnar nógu háar til þess að senda frægu fólki skilaboð, og þeir hafi borið þetta saman við dómana yfir Simpson og Michael Jackson, sem báðir voru sýknaðir fyrir sakadómi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.