Alonso staðfestir viðskilnaðinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. nóvember 2007 12:31 Fernando Alonso er hættur hjá McLaren. Nordic Photos / Getty Images Fernando Alonson hefur staðfest að hann sé hættur hjá McLaren í Formúlunni. Þriggja ára samningi hans við liðið hefur verið rift en hann var aðeins búinn að ljúka einu keppnistímabili hjá McLaren. „Síðan ég var smápolli hefur mig alltaf dreymt um að aka fyrir McLaren. En stundum ganga ekki hlutirnir upp. Ég held í þá trú mína að McLaren sé frábært lið. Vissulega hefur ýmislegt gengið á á tímabilinu sem hefur gert áskorunina enn stærri fyrir okkur. Það er einnig ekkert leyndarmál að mér leið í raun aldrei eins og ég væri á réttum stað,“ sagði Alonso í yfirlýsingu sem McLaren gaf út. Hann segir enn fremur að þrátt fyrir orðróm þess efnis að forráðamenn liðsins hafi fremur unnið í hag Lewis Hamilton, liðsfélaga síns, hafi honum alltaf verið veitt jafnt tækifæri til að standa sig sem allra best. Óvíst er hvert Alonso fer en margir telja líklegt að hann snúi aftur til Renault. Þá hafa Honda og Toyota boðið Alonso háar fjárhæðir. Líklegast þykir að annað hvort Heikki Kovalainen eða Nico Rosberg komi í stað Alonso hjá McLaren. Formúla Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Fernando Alonson hefur staðfest að hann sé hættur hjá McLaren í Formúlunni. Þriggja ára samningi hans við liðið hefur verið rift en hann var aðeins búinn að ljúka einu keppnistímabili hjá McLaren. „Síðan ég var smápolli hefur mig alltaf dreymt um að aka fyrir McLaren. En stundum ganga ekki hlutirnir upp. Ég held í þá trú mína að McLaren sé frábært lið. Vissulega hefur ýmislegt gengið á á tímabilinu sem hefur gert áskorunina enn stærri fyrir okkur. Það er einnig ekkert leyndarmál að mér leið í raun aldrei eins og ég væri á réttum stað,“ sagði Alonso í yfirlýsingu sem McLaren gaf út. Hann segir enn fremur að þrátt fyrir orðróm þess efnis að forráðamenn liðsins hafi fremur unnið í hag Lewis Hamilton, liðsfélaga síns, hafi honum alltaf verið veitt jafnt tækifæri til að standa sig sem allra best. Óvíst er hvert Alonso fer en margir telja líklegt að hann snúi aftur til Renault. Þá hafa Honda og Toyota boðið Alonso háar fjárhæðir. Líklegast þykir að annað hvort Heikki Kovalainen eða Nico Rosberg komi í stað Alonso hjá McLaren.
Formúla Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira