Á Ísland að taka upp evru? Björgvin Guðmundsson skrifar 16. október 2007 12:33 Spurningin um evruna blossar upp reglulegs hér á landi. Undanfarið hefur þessi umræða verið óvenju sterk. Ástæðan er m.a. sú, að stór íslensk atvinnufyriurtæki hafa ákveðið að skrá hlutabréf sín í evrum og ákveðin fyrirtæki gera upp í evrum. Viðskiptaráðherra, Björgvin G.Sigurðsson, hefur látið orð falla, sem eru túlkuð svo, að hann sé hlynntur upptöku evru eftir ákveðinn aðlögunartíma en hann hefur tekið skýrt fram, að það þýði jafnframt aðild að Evrópusambandinu. Forsætisráðherra telur hins vegar ekki ástæðu til þess að taka upp evruna.Evra þýðir aðild að ESB Þess misskilning hefur gætt í umræðum um evruna, að margir telja, að unnt sé að taka upp evru án þess að ganga í Evrópusambandið.En það er misskilningur. Ef við tökum upp evru verðum við að ganga í Evrópusambandið. Noregur reyndi fyrir nokkrum árum að fá undanþágu í þessum efnum hjá Evrópusambandinu en það tókst ekki. Beiðni Noregs var algerlega synjað. Bondevik var þá forsætisráðherra Noregs og fór til Brussel til viðræðna við Evrópusambandið. En hann fór erindisleysu. Erindi hans var hafnað.EES tryggir frelsin fjögur Það er því ljóst, að spurningin um upptöku evru er jafnframt spurning um aðild að Evrópusambandinu (ESB).Það er því eðlilegt, að umræðan fari fram á þeim grundvelli.Á Ísland að ganga í Evrópusambandið? Og hvaða breytingar hefði það í för með sér fyrir Ísland? Íslands er aðili af Evrópska efnahagssvæðinu (EES) Það þýðir að Ísland er í fríverslunarsamstarfi við Evrópusamstarfið. Innbyrðis tollar á iðnaðarvörum hafa verið felldir niður og að mestu leyti einnig á sjávarafurðum.Ísland er hins vegar ekki aðili að tollabandalagi ESB.Auk frjálrsra vöruviðskipta felur aðildin að EES í sér frjálst flæði fjármagns, vinnuafls og þjónustu. Aðildin að EES þýðir það, að Ísland samþykkir mikinn meiriluta af öllum tilskipunum ESB. En hvað vantar þá upp á? Hvað mundi vinnast við aðild að ESB? Jú það vantar aðild að stjórn og þingi ESB. Ef Ísland gengi í ESB fengi það aðild að stjórn þess. Sumir segja,að Ísland hefði aldrei sem smáríki sömu áhrif og stóru ríkin í því efni. En skiptar skoðanir eru um það atriði. Margir telja,að Ísland gæti haft mikil áhrif. Aðild að ESB þýddi aðild að tollabandalaginu.Ísland yrði sem sagt að breya tollum sínum gagnvart þriðja ríki, þ.e. samræma sína tolla ytri tollum ESB.Sjávarútvegsstefnan er hindrunin Það sem stendur mest í Íslendingum er að samþykkja sjávarútvegsstefnu ESB. Ísland yrði við aðild að ESB að lúta því að framkvæmastjórn ESB mundi ákveða hvaða fiskveiðikvóta Ísland fengi.og hverjir aðrir fengju að veiða við Ísland. Þetta stendur eðlilega mjög í Íslendingum. Sumir segia, að Ísland gæti fengið undanþágu frá þessu ákvæði hjá ESB og benda í því sambandi á, að fengist hafi undanþágur frá landbúnaðarákvæðum ESB fyrir afskekktar byggðir sem átt hafi i erfiðleikum með landbúnaðarframleiðslu. Gallinn er aðeins sá varðandi undanþágur fyrir Ísland, að sjávarútvegur á Íslandi gengur vel.Einnig er bent á,að Ísland mundi fá nær alla kvóta við Ísland þar eð Ísland þekkti þar best til. En ekkert er öruggt í þeim efnum og ekki unnt að fá nein svör fyrirfram.Fylgi við ESB eykst Skoðanakannanir leiða í ljós,að fylgi eykst hjá þjóðinni við aðild að ESB og upptöku evru.Meirihluti landsmanna vill taka upp evru og tæpur meirihluti vill ganga í ESB. Eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur það á stefnuskrá sinni að ganga í ESB er Samfylkingin. Hún vill skilgreina samningsmarkmið í samningum við ESB og leggja málið undir dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæði áður en endanleg ákvörðun yrði tekin um aðild að sambandinu.Ég hefi verið þeirrar skoðunar, að forsenda fyrir aðild Íslands að ESB væri sú, að Ísland héldi yfirráðum yfir fiskimiðunum og sjávarútvegi sínum. Ég er enn þeirrar skoðunar. En mikilvægi sjávarútvegs í þjóðarframleiðslu Íslands fer minnkandi og aðrar greinar sækja fram svo sem þjónusta og iðnaður, þar á meðal stóriðnaður.Það getur því komið að því með sömu þróun,að hagsmunir annarra greina en sjávarútvegs verði að sitja í fyrirrúmi þegar afstaðan til ESB verður endanlega ákveðin. Björgvin Guðmundsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Spurningin um evruna blossar upp reglulegs hér á landi. Undanfarið hefur þessi umræða verið óvenju sterk. Ástæðan er m.a. sú, að stór íslensk atvinnufyriurtæki hafa ákveðið að skrá hlutabréf sín í evrum og ákveðin fyrirtæki gera upp í evrum. Viðskiptaráðherra, Björgvin G.Sigurðsson, hefur látið orð falla, sem eru túlkuð svo, að hann sé hlynntur upptöku evru eftir ákveðinn aðlögunartíma en hann hefur tekið skýrt fram, að það þýði jafnframt aðild að Evrópusambandinu. Forsætisráðherra telur hins vegar ekki ástæðu til þess að taka upp evruna.Evra þýðir aðild að ESB Þess misskilning hefur gætt í umræðum um evruna, að margir telja, að unnt sé að taka upp evru án þess að ganga í Evrópusambandið.En það er misskilningur. Ef við tökum upp evru verðum við að ganga í Evrópusambandið. Noregur reyndi fyrir nokkrum árum að fá undanþágu í þessum efnum hjá Evrópusambandinu en það tókst ekki. Beiðni Noregs var algerlega synjað. Bondevik var þá forsætisráðherra Noregs og fór til Brussel til viðræðna við Evrópusambandið. En hann fór erindisleysu. Erindi hans var hafnað.EES tryggir frelsin fjögur Það er því ljóst, að spurningin um upptöku evru er jafnframt spurning um aðild að Evrópusambandinu (ESB).Það er því eðlilegt, að umræðan fari fram á þeim grundvelli.Á Ísland að ganga í Evrópusambandið? Og hvaða breytingar hefði það í för með sér fyrir Ísland? Íslands er aðili af Evrópska efnahagssvæðinu (EES) Það þýðir að Ísland er í fríverslunarsamstarfi við Evrópusamstarfið. Innbyrðis tollar á iðnaðarvörum hafa verið felldir niður og að mestu leyti einnig á sjávarafurðum.Ísland er hins vegar ekki aðili að tollabandalagi ESB.Auk frjálrsra vöruviðskipta felur aðildin að EES í sér frjálst flæði fjármagns, vinnuafls og þjónustu. Aðildin að EES þýðir það, að Ísland samþykkir mikinn meiriluta af öllum tilskipunum ESB. En hvað vantar þá upp á? Hvað mundi vinnast við aðild að ESB? Jú það vantar aðild að stjórn og þingi ESB. Ef Ísland gengi í ESB fengi það aðild að stjórn þess. Sumir segja,að Ísland hefði aldrei sem smáríki sömu áhrif og stóru ríkin í því efni. En skiptar skoðanir eru um það atriði. Margir telja,að Ísland gæti haft mikil áhrif. Aðild að ESB þýddi aðild að tollabandalaginu.Ísland yrði sem sagt að breya tollum sínum gagnvart þriðja ríki, þ.e. samræma sína tolla ytri tollum ESB.Sjávarútvegsstefnan er hindrunin Það sem stendur mest í Íslendingum er að samþykkja sjávarútvegsstefnu ESB. Ísland yrði við aðild að ESB að lúta því að framkvæmastjórn ESB mundi ákveða hvaða fiskveiðikvóta Ísland fengi.og hverjir aðrir fengju að veiða við Ísland. Þetta stendur eðlilega mjög í Íslendingum. Sumir segia, að Ísland gæti fengið undanþágu frá þessu ákvæði hjá ESB og benda í því sambandi á, að fengist hafi undanþágur frá landbúnaðarákvæðum ESB fyrir afskekktar byggðir sem átt hafi i erfiðleikum með landbúnaðarframleiðslu. Gallinn er aðeins sá varðandi undanþágur fyrir Ísland, að sjávarútvegur á Íslandi gengur vel.Einnig er bent á,að Ísland mundi fá nær alla kvóta við Ísland þar eð Ísland þekkti þar best til. En ekkert er öruggt í þeim efnum og ekki unnt að fá nein svör fyrirfram.Fylgi við ESB eykst Skoðanakannanir leiða í ljós,að fylgi eykst hjá þjóðinni við aðild að ESB og upptöku evru.Meirihluti landsmanna vill taka upp evru og tæpur meirihluti vill ganga í ESB. Eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur það á stefnuskrá sinni að ganga í ESB er Samfylkingin. Hún vill skilgreina samningsmarkmið í samningum við ESB og leggja málið undir dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæði áður en endanleg ákvörðun yrði tekin um aðild að sambandinu.Ég hefi verið þeirrar skoðunar, að forsenda fyrir aðild Íslands að ESB væri sú, að Ísland héldi yfirráðum yfir fiskimiðunum og sjávarútvegi sínum. Ég er enn þeirrar skoðunar. En mikilvægi sjávarútvegs í þjóðarframleiðslu Íslands fer minnkandi og aðrar greinar sækja fram svo sem þjónusta og iðnaður, þar á meðal stóriðnaður.Það getur því komið að því með sömu þróun,að hagsmunir annarra greina en sjávarútvegs verði að sitja í fyrirrúmi þegar afstaðan til ESB verður endanlega ákveðin. Björgvin Guðmundsson
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar