Tveir kostir í boði við stjórnarmyndun 25. febrúar 2007 08:45 Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, nýr gjaldkeri, formaðurinn Steingrímur J. Sigfússon, varaformaðurinn Katrín Jakobsdóttir og Sóley Tómasdóttir, nýkjörinn ritari, fagna að loknu stjórnarkjöri á landsfundinum í gær. MYND/Hrönn Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir einungis tvo meginkosti í stöðunni þegar kemur að myndun ríkisstjórnar í vor ef ríkisstjórnin fellur, stjórn stjórnarandstöðuflokkanna eða tveggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokki. „Það er annars vegar að búa til einhvern trúverðugan ríkisstjórnarvalkost án beggja stjórnarflokkanna, eða - ef menn hafa ekki kjark og sjálfstraust í það - þá er ansi hætt við því að hinn kosturinn yrði að menn skráðu sig á biðlista eftir því að vinna með Sjálfstæðisflokknum." Steingrímur segir stjórn stjórnarandstöðuflokkanna augljósan fyrsta kost. „Það þýðir ekki að ég sé að útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn ef þær aðstæður koma upp að óumflýjanlegt verði að taka það til skoðunar." Landsfundur Vinstri grænna hélt áfram í gær. Á fundinum var samþykkt ályktun undir yfirskriftinni Frelsum ástina - höfnum klámi þar sem fagnað var þeirri einörðu samstöðu sem myndaðist hérlendis þegar erlendir klámframleiðendur hugðust halda ráðstefnu hér í mars. Í ályktuninni segir að samstaðan sem myndaðist hafi verið yfir pólitíska flokkadrætti og bandalög hafin, þjóðin hafi tekið undir með kvennahreyfingu undanfarinna alda og mótmælt klámvæðingu af krafti. „Rannsóknir kynjafræðinga hafa sýnt fram á sterkt samband milli neyslu kláms og ofbeldis gagnvart konum og börnum. Í kjölfar klámvæðingarinnar eru nauðg-anir orðnar grófari og hópnauðg-anir alvarlegri, í fullu samræmi við þróun klámvæðingarinnar," sagði meðal annars í ályktuninni. Í drögum að samþykktum sem liggja fyrir fundinum og teknar verða til umræðu í dag er meðal annars lagt til að stjórnarskrárbinda jafnt hlutfall kynja á Alþingi og í sveitarstjórnum, og að lögbinda jöfn kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja. Á fundinum voru Steingrímur og Katrín Jakobsdóttir endurkjörin sem formaður og varaformaður flokksins, en engin mótframboð komu fram gegn þeim. Þá var Sóley Tómasdóttir kjörin ritari, en Drífa Snædal lét af störfum. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir var kjörin gjaldkeri og voru þær Sóley báðar sjálfkjörnar. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir einungis tvo meginkosti í stöðunni þegar kemur að myndun ríkisstjórnar í vor ef ríkisstjórnin fellur, stjórn stjórnarandstöðuflokkanna eða tveggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokki. „Það er annars vegar að búa til einhvern trúverðugan ríkisstjórnarvalkost án beggja stjórnarflokkanna, eða - ef menn hafa ekki kjark og sjálfstraust í það - þá er ansi hætt við því að hinn kosturinn yrði að menn skráðu sig á biðlista eftir því að vinna með Sjálfstæðisflokknum." Steingrímur segir stjórn stjórnarandstöðuflokkanna augljósan fyrsta kost. „Það þýðir ekki að ég sé að útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn ef þær aðstæður koma upp að óumflýjanlegt verði að taka það til skoðunar." Landsfundur Vinstri grænna hélt áfram í gær. Á fundinum var samþykkt ályktun undir yfirskriftinni Frelsum ástina - höfnum klámi þar sem fagnað var þeirri einörðu samstöðu sem myndaðist hérlendis þegar erlendir klámframleiðendur hugðust halda ráðstefnu hér í mars. Í ályktuninni segir að samstaðan sem myndaðist hafi verið yfir pólitíska flokkadrætti og bandalög hafin, þjóðin hafi tekið undir með kvennahreyfingu undanfarinna alda og mótmælt klámvæðingu af krafti. „Rannsóknir kynjafræðinga hafa sýnt fram á sterkt samband milli neyslu kláms og ofbeldis gagnvart konum og börnum. Í kjölfar klámvæðingarinnar eru nauðg-anir orðnar grófari og hópnauðg-anir alvarlegri, í fullu samræmi við þróun klámvæðingarinnar," sagði meðal annars í ályktuninni. Í drögum að samþykktum sem liggja fyrir fundinum og teknar verða til umræðu í dag er meðal annars lagt til að stjórnarskrárbinda jafnt hlutfall kynja á Alþingi og í sveitarstjórnum, og að lögbinda jöfn kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja. Á fundinum voru Steingrímur og Katrín Jakobsdóttir endurkjörin sem formaður og varaformaður flokksins, en engin mótframboð komu fram gegn þeim. Þá var Sóley Tómasdóttir kjörin ritari, en Drífa Snædal lét af störfum. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir var kjörin gjaldkeri og voru þær Sóley báðar sjálfkjörnar.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Sjá meira