Tveir kostir í boði við stjórnarmyndun 25. febrúar 2007 08:45 Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, nýr gjaldkeri, formaðurinn Steingrímur J. Sigfússon, varaformaðurinn Katrín Jakobsdóttir og Sóley Tómasdóttir, nýkjörinn ritari, fagna að loknu stjórnarkjöri á landsfundinum í gær. MYND/Hrönn Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir einungis tvo meginkosti í stöðunni þegar kemur að myndun ríkisstjórnar í vor ef ríkisstjórnin fellur, stjórn stjórnarandstöðuflokkanna eða tveggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokki. „Það er annars vegar að búa til einhvern trúverðugan ríkisstjórnarvalkost án beggja stjórnarflokkanna, eða - ef menn hafa ekki kjark og sjálfstraust í það - þá er ansi hætt við því að hinn kosturinn yrði að menn skráðu sig á biðlista eftir því að vinna með Sjálfstæðisflokknum." Steingrímur segir stjórn stjórnarandstöðuflokkanna augljósan fyrsta kost. „Það þýðir ekki að ég sé að útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn ef þær aðstæður koma upp að óumflýjanlegt verði að taka það til skoðunar." Landsfundur Vinstri grænna hélt áfram í gær. Á fundinum var samþykkt ályktun undir yfirskriftinni Frelsum ástina - höfnum klámi þar sem fagnað var þeirri einörðu samstöðu sem myndaðist hérlendis þegar erlendir klámframleiðendur hugðust halda ráðstefnu hér í mars. Í ályktuninni segir að samstaðan sem myndaðist hafi verið yfir pólitíska flokkadrætti og bandalög hafin, þjóðin hafi tekið undir með kvennahreyfingu undanfarinna alda og mótmælt klámvæðingu af krafti. „Rannsóknir kynjafræðinga hafa sýnt fram á sterkt samband milli neyslu kláms og ofbeldis gagnvart konum og börnum. Í kjölfar klámvæðingarinnar eru nauðg-anir orðnar grófari og hópnauðg-anir alvarlegri, í fullu samræmi við þróun klámvæðingarinnar," sagði meðal annars í ályktuninni. Í drögum að samþykktum sem liggja fyrir fundinum og teknar verða til umræðu í dag er meðal annars lagt til að stjórnarskrárbinda jafnt hlutfall kynja á Alþingi og í sveitarstjórnum, og að lögbinda jöfn kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja. Á fundinum voru Steingrímur og Katrín Jakobsdóttir endurkjörin sem formaður og varaformaður flokksins, en engin mótframboð komu fram gegn þeim. Þá var Sóley Tómasdóttir kjörin ritari, en Drífa Snædal lét af störfum. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir var kjörin gjaldkeri og voru þær Sóley báðar sjálfkjörnar. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir einungis tvo meginkosti í stöðunni þegar kemur að myndun ríkisstjórnar í vor ef ríkisstjórnin fellur, stjórn stjórnarandstöðuflokkanna eða tveggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokki. „Það er annars vegar að búa til einhvern trúverðugan ríkisstjórnarvalkost án beggja stjórnarflokkanna, eða - ef menn hafa ekki kjark og sjálfstraust í það - þá er ansi hætt við því að hinn kosturinn yrði að menn skráðu sig á biðlista eftir því að vinna með Sjálfstæðisflokknum." Steingrímur segir stjórn stjórnarandstöðuflokkanna augljósan fyrsta kost. „Það þýðir ekki að ég sé að útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn ef þær aðstæður koma upp að óumflýjanlegt verði að taka það til skoðunar." Landsfundur Vinstri grænna hélt áfram í gær. Á fundinum var samþykkt ályktun undir yfirskriftinni Frelsum ástina - höfnum klámi þar sem fagnað var þeirri einörðu samstöðu sem myndaðist hérlendis þegar erlendir klámframleiðendur hugðust halda ráðstefnu hér í mars. Í ályktuninni segir að samstaðan sem myndaðist hafi verið yfir pólitíska flokkadrætti og bandalög hafin, þjóðin hafi tekið undir með kvennahreyfingu undanfarinna alda og mótmælt klámvæðingu af krafti. „Rannsóknir kynjafræðinga hafa sýnt fram á sterkt samband milli neyslu kláms og ofbeldis gagnvart konum og börnum. Í kjölfar klámvæðingarinnar eru nauðg-anir orðnar grófari og hópnauðg-anir alvarlegri, í fullu samræmi við þróun klámvæðingarinnar," sagði meðal annars í ályktuninni. Í drögum að samþykktum sem liggja fyrir fundinum og teknar verða til umræðu í dag er meðal annars lagt til að stjórnarskrárbinda jafnt hlutfall kynja á Alþingi og í sveitarstjórnum, og að lögbinda jöfn kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja. Á fundinum voru Steingrímur og Katrín Jakobsdóttir endurkjörin sem formaður og varaformaður flokksins, en engin mótframboð komu fram gegn þeim. Þá var Sóley Tómasdóttir kjörin ritari, en Drífa Snædal lét af störfum. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir var kjörin gjaldkeri og voru þær Sóley báðar sjálfkjörnar.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira