Tveir kostir í boði við stjórnarmyndun 25. febrúar 2007 08:45 Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, nýr gjaldkeri, formaðurinn Steingrímur J. Sigfússon, varaformaðurinn Katrín Jakobsdóttir og Sóley Tómasdóttir, nýkjörinn ritari, fagna að loknu stjórnarkjöri á landsfundinum í gær. MYND/Hrönn Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir einungis tvo meginkosti í stöðunni þegar kemur að myndun ríkisstjórnar í vor ef ríkisstjórnin fellur, stjórn stjórnarandstöðuflokkanna eða tveggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokki. „Það er annars vegar að búa til einhvern trúverðugan ríkisstjórnarvalkost án beggja stjórnarflokkanna, eða - ef menn hafa ekki kjark og sjálfstraust í það - þá er ansi hætt við því að hinn kosturinn yrði að menn skráðu sig á biðlista eftir því að vinna með Sjálfstæðisflokknum." Steingrímur segir stjórn stjórnarandstöðuflokkanna augljósan fyrsta kost. „Það þýðir ekki að ég sé að útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn ef þær aðstæður koma upp að óumflýjanlegt verði að taka það til skoðunar." Landsfundur Vinstri grænna hélt áfram í gær. Á fundinum var samþykkt ályktun undir yfirskriftinni Frelsum ástina - höfnum klámi þar sem fagnað var þeirri einörðu samstöðu sem myndaðist hérlendis þegar erlendir klámframleiðendur hugðust halda ráðstefnu hér í mars. Í ályktuninni segir að samstaðan sem myndaðist hafi verið yfir pólitíska flokkadrætti og bandalög hafin, þjóðin hafi tekið undir með kvennahreyfingu undanfarinna alda og mótmælt klámvæðingu af krafti. „Rannsóknir kynjafræðinga hafa sýnt fram á sterkt samband milli neyslu kláms og ofbeldis gagnvart konum og börnum. Í kjölfar klámvæðingarinnar eru nauðg-anir orðnar grófari og hópnauðg-anir alvarlegri, í fullu samræmi við þróun klámvæðingarinnar," sagði meðal annars í ályktuninni. Í drögum að samþykktum sem liggja fyrir fundinum og teknar verða til umræðu í dag er meðal annars lagt til að stjórnarskrárbinda jafnt hlutfall kynja á Alþingi og í sveitarstjórnum, og að lögbinda jöfn kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja. Á fundinum voru Steingrímur og Katrín Jakobsdóttir endurkjörin sem formaður og varaformaður flokksins, en engin mótframboð komu fram gegn þeim. Þá var Sóley Tómasdóttir kjörin ritari, en Drífa Snædal lét af störfum. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir var kjörin gjaldkeri og voru þær Sóley báðar sjálfkjörnar. Mest lesið Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Erlent Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Fleiri fréttir Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir einungis tvo meginkosti í stöðunni þegar kemur að myndun ríkisstjórnar í vor ef ríkisstjórnin fellur, stjórn stjórnarandstöðuflokkanna eða tveggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokki. „Það er annars vegar að búa til einhvern trúverðugan ríkisstjórnarvalkost án beggja stjórnarflokkanna, eða - ef menn hafa ekki kjark og sjálfstraust í það - þá er ansi hætt við því að hinn kosturinn yrði að menn skráðu sig á biðlista eftir því að vinna með Sjálfstæðisflokknum." Steingrímur segir stjórn stjórnarandstöðuflokkanna augljósan fyrsta kost. „Það þýðir ekki að ég sé að útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn ef þær aðstæður koma upp að óumflýjanlegt verði að taka það til skoðunar." Landsfundur Vinstri grænna hélt áfram í gær. Á fundinum var samþykkt ályktun undir yfirskriftinni Frelsum ástina - höfnum klámi þar sem fagnað var þeirri einörðu samstöðu sem myndaðist hérlendis þegar erlendir klámframleiðendur hugðust halda ráðstefnu hér í mars. Í ályktuninni segir að samstaðan sem myndaðist hafi verið yfir pólitíska flokkadrætti og bandalög hafin, þjóðin hafi tekið undir með kvennahreyfingu undanfarinna alda og mótmælt klámvæðingu af krafti. „Rannsóknir kynjafræðinga hafa sýnt fram á sterkt samband milli neyslu kláms og ofbeldis gagnvart konum og börnum. Í kjölfar klámvæðingarinnar eru nauðg-anir orðnar grófari og hópnauðg-anir alvarlegri, í fullu samræmi við þróun klámvæðingarinnar," sagði meðal annars í ályktuninni. Í drögum að samþykktum sem liggja fyrir fundinum og teknar verða til umræðu í dag er meðal annars lagt til að stjórnarskrárbinda jafnt hlutfall kynja á Alþingi og í sveitarstjórnum, og að lögbinda jöfn kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja. Á fundinum voru Steingrímur og Katrín Jakobsdóttir endurkjörin sem formaður og varaformaður flokksins, en engin mótframboð komu fram gegn þeim. Þá var Sóley Tómasdóttir kjörin ritari, en Drífa Snædal lét af störfum. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir var kjörin gjaldkeri og voru þær Sóley báðar sjálfkjörnar.
Mest lesið Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Erlent Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Fleiri fréttir Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Sjá meira