Inter og Roma unnu þægilega heimasigra í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld og eru á góðri leið með að stinga af á toppi deildarinnar.
Inter vann Lazio, 3-0, með mörkum Maicon, David Suazo og Zlatan Ibrahimovic. Roma vann Cagliari með tveimur mörkum frá Rodrigo Taddei í fyrri hálfleik.
Leikjunum var frestað í síðasta mánuði þegar lögreglumaður skaut stuðningsmann Lazio til bana og mikið ofbeldi braust út víða um landið í kjölfarið.
Inter er með 34 stig á toppi deildarinnar eftir fjórtán umferðir en Roma með 31 stig. Juventus er í þriðja sæti með 26 stig.