Innovate Logistics, dótturfélag Eimskips, hefur skrifað undir 10 ára samning við Nestlé UK Ltd, stærsta matvæla- og drykkjarvöruframleiðanda í heimi, um rekstur á 75.000 bretta kæligeymslu í Bardon, Leicestershire í Bretlandi. Heildarvirði samningsins nemur milljörðum króna.
Í tilkynningu frá félaginu segir að samningurinn feli í sér í að Innovate byggi vörugeymslu sérstaklega sniðna að þörfum Nestlé og hefur Innovate umsjón með verkinu sem og rekstri geymslunnar næstu 10 árin.