Innlent

Háskólarekstur á Keflavíkurflugvelli

Runólfur Ágústsson heldur erindi við hátíðlega athöfn í „Kapellu ljóssins“ á Keflavíkurflugvelli.
Runólfur Ágústsson heldur erindi við hátíðlega athöfn í „Kapellu ljóssins“ á Keflavíkurflugvelli. MYND/Heiða

Stefnt er að eflingu alþjóðlegs háskólanáms hérlendis með stofnun félags um háskólarekstur á Keflavíkurflugvelli. Í dag var viljayfirlýsing þess efnis undirrituð á flugvallasvæðinu. Meðal Samstarfsaðila að verkefninu eru Bláa Lónið, Geysir Green Energy ehf, Hitaveita Suðurnesja og Icelandair Group.

Markmið samstarfsins er að byggja upp háskólasamfélag á Keflavíkurflugvelli og laða þannig erlenda nemendur og kennara þangað.

Háskólarannsóknir og kennsla verða efld í samstarfi við Háskóla Íslands og Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á landsbyggðinni.

Þá er stefnt að starfstengdu námi á háskólastigi og að styrkja Suðurnes með stofnun frumgreinadeildar sem mun hækka menntunarstig á svæðinu.

Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Þór Eiríksson framkvæmdasjtóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar og Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands skrifuðu undir yfirlýsinguna.

Unnið hefur verið að verkefninu frá desember síðastliðnum undir forystu Runólfs Ágústssonar í samstarfi við Árna Sigfússon og aðra aðila samkomulagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×