Körfubolti

ÍR komið í vænlega stöðu

Ómar Sævarsson hjá ÍR er hér í baráttunni í vesturbænum í kvöld
Ómar Sævarsson hjá ÍR er hér í baráttunni í vesturbænum í kvöld Mynd/Valli

ÍR-ingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu KR 73-65 í vesturbænum í kvöld í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Iceland Express deildarinnar í körfubolta. Sóknarleikur beggja liða var frekar slakur í kvöld enda baráttan gríðarleg, en það voru Breiðhyltingar sem höfðu betur og geta nú klárað einvígið í Seljaskóla á laugardaginn.

Steinar Arason var hetja ÍR-inga og skoraði 20 stig af varamannabekknum, Nate Brown skoraði 17 stig og Keith Vassell skoraði 16 stig og hirti 10 fráköst.

Hjá KR var Jeramiah Zola eini maðurinn með meðvitund í sóknarleiknum og skoraði hann 27 stig, en næstur honum kom Tyson Patterson með 11 stig. Fannar Ólafsson skoraði 8 stig og hirti 15 fráköst. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×