Innlent

Mjólkuriðnaður falli undir samkeppnislög

Samtök verslunar og þjónustu fagna ummælum forstjóra Mjólkursamsölunnar um að mjólkuriðnaður falli undir samkeppnislög. Guðbrandur Sigurðsson forstjóri MS sagði á aðalfundi Auðhumlu að eðlilegt væri að fyrirtækið beitti sér fyrir niðurfellingu á opinberri verðlagningu mjólkur. Þetta segir í frétt frá samtökunum.

Í búvörulögum er ákvæði sem undanskilur mjólkuriðnað frá samkeppnislögum á ýmsan hátt.

SVÞ telja sameiningu afurðarstöðva og frekari samkeppni enn brýnni en áður. Gjaldfrjálsan innflutning á mjólkurvörum þurfi að heimila og greinin að lúta samkeppislögum eins og atvinnulífið almennt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×