Innlent

Maður tengdur sprengjutilræðunum í Bretlandi gæti verið á Íslandi

MYND/AFP
Indverskur maður, sem talinn er tengjast sprengjutilræðunum í Glasgow og Lundúnum, gæti verið á Íslandi. Breska lögreglan leitar hans nú en henni var sagt að hann væri í fríi á Íslandi. Þetta kemur fram í netútgáfu indverska dagblaðsins The Hindu.

Maðurinn heitir Kaleef Ahmed og er framhaldsnemi í verkfræði. Hann er talinn náinn vinur tveggja lækna sem eru í haldi í Ástralíu og Bretlandi. Lögreglunni hefur ekki tekist að ná sambandi við manninn en í greininni í The Hindu segir að hún fylgist með flugferðum til og frá landinu.

Engu að síður er ekki talið öruggt að Ahmed sé maðurinn sem er í fríi á Íslandi. Heimildir innan bresku lögreglunnar segja að hugsanlega sé það maðurinn sem keyrði jeppanum á flugvallarbygginguna í Glasgow og liggi nú alvarlega brenndur á sjúkrahúsi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×