Viðskipti innlent

Actavis kaupir markaðsleyfi sýklalyfs

Actavis hefur keypt markaðsleyfi sýklalyfsins Floxapen af lyfjafyrirtækinu GlaxoSmithKline (GSK) í Evrópu. Dreifing og sala á lyfinu hefst á næstu vikum.

Í tilkynningu frá Actavis kemur fram að Floxapen sé sýklalyf, sem notað sé við sýkingum í húð, þvagfærasýkingum og heilahimnubólgu.

Lyfið kom á markað áttunda áratug síðustu aldar og hefur sala lyfsins farið vaxandi æ síðan. Áætlaðar tekjur af sölu lyfsins á þessu ári nema 12 milljónum evra, jafnvirði 1,1 milljarði króna.

 

Lyfið er þegar á markaði í Austurríki, Belgíu, Bretlandi, Hollandi, Írlandi, Lúxemborg, Möltu, Portúgal, Sviss og í Þýskalandi. GSK mun sjá um dreifingu á mörkuðum þar sem Actavis er ekki með starfsemi næstu 12 mánaðina, að því er segir í tilkynningunni. 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×