Hvernig er að deyja? Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 15. október 2007 11:59 MYND/Getty Images Flest okkar hafa líklega velt því fyrir sér hvernig það sé að deyja. Vísindamenn hafa nú rannsakað málefnið og upplýst bæði ógnvekjandi og heillandi staðreyndir um dauðann. Í nýjasta tölublaði tímaritsins New Scientist birtist niðurstaða hóps vísindamanna um mismunandi upplifun á því að komast yfir móðuna miklu, allt frá því að vera brenndur lifandi til þess að vera hálshöggvinn. Vísindamennirnir studdust við niðurstöður læknavísinda og reynslusögur þeirra sem höfðu næstum dáið eða verið lífgaðir við. Vanalega er það skortur á súrefni til heilans sem veldur dauða samkvæmt rannsókninni.DrukknunSkelfing grípur fórnarlömbin fyrst og þau reyna að halda í sér andanum, vanalega í um 30 sekúndur. Þeir sem hafa komist lífs af segja að þegar vatn fari í lungun sé eins og þau séu að brenna eða rifna, en fljótlega fylgi afar róandi og friðsæl tilfinning. Skortur á súrefni veldur meðvitundarleysi, hjartað hættir að slá og heiladauði fylgir í kjölfarið.HjartaáfallÞrúgandi brjóstverkur, eða tilfinning eins og þrýst sé á brjóstkassann er algengasta einkenni þess þegar hjartvöðvinn berst fyrir súrefni. Eftir um 10 sekúndur verður viðkomandi meðvitundarlaus og innan nokkurra mínútna getur dauði fylgt. BlóðmissirSá sem missir einn og hálfan líter af blóði verður máttlaus, þyrstur og kvíðinn. Þegar blóðmissir er kominn upp í tvo lítra svimar fólki, það verður ruglað og missir að lokum meðvitund. Raflost Raflost í heimahúsi getur leitt til hjartastopps sem aftur leiðir til meðvitundarleysis eftir um 10 sekúndur. Sterkari straumar í gegnum hjartað eða heilann geta stuðlað að tafarlausu meðvitundarleysi. Því hefur hins vegar verið haldið fram að fangar sem eru líflátnir með þessum hætti hafi raunverulega dáið úr ofhitnun heilans eða köfnun. Hátt fallÞeir sem hafa lifað af hátt fall segja skynhrif af því að tíminn hægi á sér mjög sterk. Rannsókn á 100 sjálfsmorðsstökkvum af Golden Gate brúnni í San Fransisco leiddi í ljós skyndilegan dauða þar sem lungu höfðu fallið saman, hjörtu sprungið eða skemmdir orðið á líffærum af völdum brotinna rifbeina. Henging Sjálfsmorðshengingar og gamaldags aftökuaðferðir orsaka dauða af völdum kyrkingar. Þetta getur leitt til meðvitundarleysis eftir um 10 sekúndur, en snara sem lendir á vitlausum stað getur orsakaða margra mínútna þjáningu. Að falla niður í snörunni úr einhverri hæð leiðir til hálsbrots. Rannsókn á 34 föngum sem líflátnir voru á þennan hátt sýnir að fjórir af hverjum fimm létust að mestu vegna köfnunar. Eldur Bruni veldur áköfum sársauka og eykur tilfinningu húðarinnar fyrir honum. Þegar yfirborðstaugar skemmast minnkar tilfinningin að hluta - en ekki mikið, samkvæmt sérfræðingunum. En flestir sem deyja í eldsvoðum kafna eða verða fyrir reykeitrun áður en þeir verða eldinum að bráð. Afhöfðun Að vera hálshöggvinn getur tekið skjótan tíma og verið kvalalaust, en meðvitund er talin halda áfram í stuttan tíma eftir að mænan fer í sundur. Sérfræðingar hafa reiknað út að heilinn gæti haldið áfram að virka í nokkrar sekúndur. Skýrslur af aflífunum með fallöxum í Frakklandi sýndu hreyfingar á augum og munni í allt að hálfa mínútu. Vísindi Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Sjá meira
Flest okkar hafa líklega velt því fyrir sér hvernig það sé að deyja. Vísindamenn hafa nú rannsakað málefnið og upplýst bæði ógnvekjandi og heillandi staðreyndir um dauðann. Í nýjasta tölublaði tímaritsins New Scientist birtist niðurstaða hóps vísindamanna um mismunandi upplifun á því að komast yfir móðuna miklu, allt frá því að vera brenndur lifandi til þess að vera hálshöggvinn. Vísindamennirnir studdust við niðurstöður læknavísinda og reynslusögur þeirra sem höfðu næstum dáið eða verið lífgaðir við. Vanalega er það skortur á súrefni til heilans sem veldur dauða samkvæmt rannsókninni.DrukknunSkelfing grípur fórnarlömbin fyrst og þau reyna að halda í sér andanum, vanalega í um 30 sekúndur. Þeir sem hafa komist lífs af segja að þegar vatn fari í lungun sé eins og þau séu að brenna eða rifna, en fljótlega fylgi afar róandi og friðsæl tilfinning. Skortur á súrefni veldur meðvitundarleysi, hjartað hættir að slá og heiladauði fylgir í kjölfarið.HjartaáfallÞrúgandi brjóstverkur, eða tilfinning eins og þrýst sé á brjóstkassann er algengasta einkenni þess þegar hjartvöðvinn berst fyrir súrefni. Eftir um 10 sekúndur verður viðkomandi meðvitundarlaus og innan nokkurra mínútna getur dauði fylgt. BlóðmissirSá sem missir einn og hálfan líter af blóði verður máttlaus, þyrstur og kvíðinn. Þegar blóðmissir er kominn upp í tvo lítra svimar fólki, það verður ruglað og missir að lokum meðvitund. Raflost Raflost í heimahúsi getur leitt til hjartastopps sem aftur leiðir til meðvitundarleysis eftir um 10 sekúndur. Sterkari straumar í gegnum hjartað eða heilann geta stuðlað að tafarlausu meðvitundarleysi. Því hefur hins vegar verið haldið fram að fangar sem eru líflátnir með þessum hætti hafi raunverulega dáið úr ofhitnun heilans eða köfnun. Hátt fallÞeir sem hafa lifað af hátt fall segja skynhrif af því að tíminn hægi á sér mjög sterk. Rannsókn á 100 sjálfsmorðsstökkvum af Golden Gate brúnni í San Fransisco leiddi í ljós skyndilegan dauða þar sem lungu höfðu fallið saman, hjörtu sprungið eða skemmdir orðið á líffærum af völdum brotinna rifbeina. Henging Sjálfsmorðshengingar og gamaldags aftökuaðferðir orsaka dauða af völdum kyrkingar. Þetta getur leitt til meðvitundarleysis eftir um 10 sekúndur, en snara sem lendir á vitlausum stað getur orsakaða margra mínútna þjáningu. Að falla niður í snörunni úr einhverri hæð leiðir til hálsbrots. Rannsókn á 34 föngum sem líflátnir voru á þennan hátt sýnir að fjórir af hverjum fimm létust að mestu vegna köfnunar. Eldur Bruni veldur áköfum sársauka og eykur tilfinningu húðarinnar fyrir honum. Þegar yfirborðstaugar skemmast minnkar tilfinningin að hluta - en ekki mikið, samkvæmt sérfræðingunum. En flestir sem deyja í eldsvoðum kafna eða verða fyrir reykeitrun áður en þeir verða eldinum að bráð. Afhöfðun Að vera hálshöggvinn getur tekið skjótan tíma og verið kvalalaust, en meðvitund er talin halda áfram í stuttan tíma eftir að mænan fer í sundur. Sérfræðingar hafa reiknað út að heilinn gæti haldið áfram að virka í nokkrar sekúndur. Skýrslur af aflífunum með fallöxum í Frakklandi sýndu hreyfingar á augum og munni í allt að hálfa mínútu.
Vísindi Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent