Njarðvík vann í kvöld öruggan þrettán stiga sigur á Snæfelli í fyrsta stórslag vetrarins í Iceland Express-deild karla í körfubolta, 84-71.
Njarðvíkingar leiddu leikinn allan tímann og leiddu með sextán stiga mun í hálfleik, 40-26.
Brenton Birmingham var stigahæstur heimamanna með 27 stig og Hörður Axel Vilbergsson skoraði fimmtán.
Hjá Snæfellingum var Justin Shouse stigahæstur með 23 stig og Sigurður Þorvaldsson kom næstur með tuttugu stig.
Úrslit annarra leikja í kvöld:
Hamar - Tindastóll 76-81
Þór, Akureyri - ÍR 87-85
KR - Fjölnir 100 - 78