Davíð kallaði forsvarsmenn Baugs glæpamenn 26. febrúar 2007 10:45 Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, kallaði forsvarsmenn Baugs glæpamenn sem væru á leið í fangelsi á fundi með Hreini Loftssyni, stjórnarformanni Baugs, í Lundúnum í janúar 2002. Frá þessu greindi Hreinn í réttarsal í morgun. Davíð sagðist einnig algjörlega andvígur því að íslensku bankarnir styddu Baug í áhættufjárfestingum erlendis. Hreinn óskaði eftir fundinum með Davíð en á honum komu fram mjög alvarlegar ásakanir í garð Baugs og forsvarsmanna fyrirtæksins. Hreinn var á þessum tíma formaður einkavæðingarnefndar og ætlaði á fundinum að segja af sér. Hreinn var spurður út í fundinn fyrir dómi í dag og þar sagði hann Davíð hafa sakað fyrirtækið um að flytja úr landi fjármagn til að taka þátt í áhættufjárfestingum. Hreinn sagði Davíð hafa sagt forsvarsmenn fyrirtækisins allt glæpamenn sem væru á leið í fangelsi. Hann sakaði einnig Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson um að hafa notað fyrirtæki í Bandaríkjunum til að selja vörur til Baugs á hærra verði en þeir þurftu og hirða svo gróðann sjálfir. Á þessum tíma var Baugur í samstarfi við Vöruhúsið í Bandaríkjunum sem var í eigu Nordica, fyrirtækis Jóns Geralds Sullenberger. Hreinn sagði það hafa komið fram á fundinum að Davíð væri algjörlega andvígur því að íslensku bankarnir styddu Baug í áhættufjárfestingum erlendis. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, spurði Hrein hvort Davíð hefði hótað Baugi lögreglu- og skattrannsókn, líkt og Jón Ásgeir sagði fyrir rétti í síðustu viku. Hreinn svaraði því neitandi en að þungi hefði verið í ásökunum Davíðs og þær hefðu gert honum bilt við. Sigurður spurði Hrein einnig hvort hann hefði komið þeim skilaboðum til Davíðs að Baugur hefði verið til í að greiða fé til að losna við rannsókn. Hreinn svaraði því neitandi og sagði ásökun um það vera „ einhver smjörklípa sem er svo ósvífin að ég kemst ekki yfir það". Hreinn sagði mikla umræðu hafa verið um fyrirtækið í þjóðfélaginu haustið 2001 í tengslum við verðbólgu. Harkaleg umræða fór meðal annars fram á þingi um Baug og þess krafist að fyrirtækið yrði brotið upp. Fundurinn hefði svo gefið forsvarmönnum fyrirtækisins tilefni til að fara ofan í saumana á rekstri þess. Hreinn tók við sem stjórnarformaður Baugs um áramótin 1999 og 2000 en tók sér hlé frá störfum frá maí 2002 fram í október sama ár. Hreinn Loftsson er fyrsta vitnið í málinu en alls eru þau um nítíu. Eftir hádegi mæta svo Sigfús R. Sigfússon og Jóhannes Jónsson í réttarsal. Fréttir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, kallaði forsvarsmenn Baugs glæpamenn sem væru á leið í fangelsi á fundi með Hreini Loftssyni, stjórnarformanni Baugs, í Lundúnum í janúar 2002. Frá þessu greindi Hreinn í réttarsal í morgun. Davíð sagðist einnig algjörlega andvígur því að íslensku bankarnir styddu Baug í áhættufjárfestingum erlendis. Hreinn óskaði eftir fundinum með Davíð en á honum komu fram mjög alvarlegar ásakanir í garð Baugs og forsvarsmanna fyrirtæksins. Hreinn var á þessum tíma formaður einkavæðingarnefndar og ætlaði á fundinum að segja af sér. Hreinn var spurður út í fundinn fyrir dómi í dag og þar sagði hann Davíð hafa sakað fyrirtækið um að flytja úr landi fjármagn til að taka þátt í áhættufjárfestingum. Hreinn sagði Davíð hafa sagt forsvarsmenn fyrirtækisins allt glæpamenn sem væru á leið í fangelsi. Hann sakaði einnig Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson um að hafa notað fyrirtæki í Bandaríkjunum til að selja vörur til Baugs á hærra verði en þeir þurftu og hirða svo gróðann sjálfir. Á þessum tíma var Baugur í samstarfi við Vöruhúsið í Bandaríkjunum sem var í eigu Nordica, fyrirtækis Jóns Geralds Sullenberger. Hreinn sagði það hafa komið fram á fundinum að Davíð væri algjörlega andvígur því að íslensku bankarnir styddu Baug í áhættufjárfestingum erlendis. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, spurði Hrein hvort Davíð hefði hótað Baugi lögreglu- og skattrannsókn, líkt og Jón Ásgeir sagði fyrir rétti í síðustu viku. Hreinn svaraði því neitandi en að þungi hefði verið í ásökunum Davíðs og þær hefðu gert honum bilt við. Sigurður spurði Hrein einnig hvort hann hefði komið þeim skilaboðum til Davíðs að Baugur hefði verið til í að greiða fé til að losna við rannsókn. Hreinn svaraði því neitandi og sagði ásökun um það vera „ einhver smjörklípa sem er svo ósvífin að ég kemst ekki yfir það". Hreinn sagði mikla umræðu hafa verið um fyrirtækið í þjóðfélaginu haustið 2001 í tengslum við verðbólgu. Harkaleg umræða fór meðal annars fram á þingi um Baug og þess krafist að fyrirtækið yrði brotið upp. Fundurinn hefði svo gefið forsvarmönnum fyrirtækisins tilefni til að fara ofan í saumana á rekstri þess. Hreinn tók við sem stjórnarformaður Baugs um áramótin 1999 og 2000 en tók sér hlé frá störfum frá maí 2002 fram í október sama ár. Hreinn Loftsson er fyrsta vitnið í málinu en alls eru þau um nítíu. Eftir hádegi mæta svo Sigfús R. Sigfússon og Jóhannes Jónsson í réttarsal.
Fréttir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira