Viðskipti innlent

Hagnaður Bakkavarar jókst um 111 prósent

Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar. Ágúst er forstjóri fyrirtækisins.
Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar. Ágúst er forstjóri fyrirtækisins. Mynd/Haraldur Jónasson

Bakkavör Group skilaði 9,5 milljarða króna hagnaði í fyrra. Þetta er 111 prósenta aukning á milli ára. Þá nam hagnaðurinn á fjórða og síðasta ársfjórðungi 2006 4,6 milljörðum króna. Þetta er 191 prósenta aukning frá árinu á undan. Afkoman er lítillega yfir spám greiningardeilda viðskiptabankanna.

Í ársuppgjöri Bakkavarar kemur meðal annars fram að sala félagsins á árinu nam 171,9 milljörðum króna og 46,4 milljörðum króna á fjórða ársfjórðungi.

Rekstrarhagnaður nam 16,1 milljarði króna á árinu og 4,3 milljörðum króna á fjórða ársfjórðungi. Hagnaður fyrir vexti, skatta og afskriftir (EBITDA) jókst um 72% á árinu og nam 20,8 milljörðum króna. Þá nam EBITDA á fjórða ársfjórðungi 5,5 milljörðum króna, sem er 38% aukning á milli ára.

Hagnaður á hlut var 3,4 pens í fyrra en það er 74% prósenta aukning frá árinu 2005.

Arðsemi eigin fjár var 37% á árinu samanborið við 30% á árinu 2005, að því er segir í uppgjörinu.

Uppgjör Bakkavarar Group








Fleiri fréttir

Sjá meira


×