Innlent

Akstursþjónusta fatlaðra í Skagafirði til einkaaðila

Bíllinn er sérútbúinn og er með brautir í stað lyftu, en sumir telja brautirnar fljótlegri í notkun.
Bíllinn er sérútbúinn og er með brautir í stað lyftu, en sumir telja brautirnar fljótlegri í notkun.

Samningur um akstursþjónustu fatlaðra í Skagafirði var undirritaður í gær. Guðmundur Guðlaugsson sveitastjóri og Gísli Rúnar Jónsson frá Suðurleiðum ehf undirrituðu samninginn á Sauðárkróki. Með samningnum lýkur meira en tíu ára rekstri sveitarfélagsins sjálfs á akstrinum. Samningurinn hljóðar upp á rúmar sex milljónir króna árlega. Um er að ræða reglubundinn akstur á Sauðárkróki auk ferða út í sveit. Suðurleiðir fengu verkið í kjölfar verðkönnunar og keyptu nýja sérútbúna bifreið af gerðinni Mercedes Benz Sprinter sem rúmar allt að sex hjólastóla og átta farþega í sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×