Innlent

Velti bíl undir áhrifum fíkniefna

Lögreglan telur að maðurinn hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Mynd úr safni.
Lögreglan telur að maðurinn hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Mynd úr safni.

Einn var fluttur á slysadeild eftir umferðarslys i Þrengslunum um eittleytið í dag. Slysið varð með þeim hætti að ökumaðurinn ók bíl sínum aftan á annan bíl sem stefndi í sömu átt. Við áreksturinn missti hann stjórn á bílnum og keyrði út af veginum með þeim afleiðingum að bíllin velti. Ökumaðurinn hlaut minniháttar meiðsl. Hann er grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×