Fótbolti

Viking vann Álasund í Noregi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Birkir Bjarnason er hér í leik með U-21 landsliðinu.
Birkir Bjarnason er hér í leik með U-21 landsliðinu.

Það var Íslendingaslagur á dagskrá norsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Viking vann 3-0 sigur á Álasundi en enginn Íslendingur náði að skora í dag.

Bæði Hannes Þ. Sigurðsson og Birkir Bjarnason komu inn á sem varamenn seint í leiknum en sá síðarnefndi var nálægt því að koma Viking í 4-0 í blálokin.

Haraldur Freyr Guðmundsson lék að venju allan leikinn í vörn Álasunds.

Þá lék Kári Árnason fyrstu 62 mínúturnar í tapi AGF fyrir Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í dag, 2-1.

Í sænsku bikarkeppninni vann IFK Gautaborg 4-0 sigur á Landskrona. Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn fyrir IFK og Hjálmar Jónsson var sömuleiðis í byrunarliðinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×