SPRON hækkaði um 12,54 prósent í dag, mest allra félaga. Hinn færeyski banki Eik hækkaði um 9,09 prósent og Exista um 7,17 prósent.
Gengi bréfa Century Aluminum lækkuðu mest eða um 4,58 prósent. Føroya Banki lækkaði um 1,06 prósent og bréf Atorku lækkuðu einnig, eða um 0,37 pósent.
Þá hækkaði úrvalsvísitalan um 1,71 prósentustig og stendur nú í 4314 stigum.