Hlaðinn lofi fyrir Englabörn Freyr Bjarnason skrifar 14. janúar 2008 05:00 Platan Englabörn fær mjög góða dóma á heimasíðunni Pitchforkmedia.com. Endurútgefin plata Jóhanns Jóhannssonar, Englabörn, fær átta í einkunn af tíu mögulegum á bandarísku tónlistarsíðunni Pitchforkmedia.com. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jóhann fær góða dóma á síðunni því hann fékk 7,5 fyrir plötuna Dís og 6,9 fyrir IBM 1401 - A User"s Manual. Platan, sem kom fyrst út árið 2002 en var endurútgefin á síðasta ári hjá útgáfufyrirtækinu 4AD, hefur að geyma tónlist sem Jóhann samdi við leikritið Englabörn eftir Hávar Sigurjónsson. „Leikhústónlist getur sýnt fram á það óvenjulega í hinu hefðbunda og það besta við Englabörn er að hún getur sýnt fram á það sama í lífinu sjálfu," segir í dómnum. Jóhannes Ágústsson, annar eigenda 12 Tóna sem gefur plötur Jóhanns út hér á landi, hefur mikið dálæti á Englabörnum. „Þetta hefur verið perla í versluninni hjá okkur. Þeir sem hafa ferðast um landið sjá landið í þessari plötu, það er alveg magnað. Þetta er svipað og fólk hefur verið að upplifa með Sigur Rós," segir Jóhannes. „Mikið af ferðamönnum sem eru að fara út á land vantar tónlist í bílinn og þetta er plata sem við mælum alltaf með sem góð ferðamúsík. Maður svífur eiginlega alltaf þegar maður heyrir þessa plötu," segir hann og bætir við að Jóhann sé orðinn einn virtasti tónlistarmaðurinn sem þeir hafi á sínum snærum. Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Endurútgefin plata Jóhanns Jóhannssonar, Englabörn, fær átta í einkunn af tíu mögulegum á bandarísku tónlistarsíðunni Pitchforkmedia.com. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jóhann fær góða dóma á síðunni því hann fékk 7,5 fyrir plötuna Dís og 6,9 fyrir IBM 1401 - A User"s Manual. Platan, sem kom fyrst út árið 2002 en var endurútgefin á síðasta ári hjá útgáfufyrirtækinu 4AD, hefur að geyma tónlist sem Jóhann samdi við leikritið Englabörn eftir Hávar Sigurjónsson. „Leikhústónlist getur sýnt fram á það óvenjulega í hinu hefðbunda og það besta við Englabörn er að hún getur sýnt fram á það sama í lífinu sjálfu," segir í dómnum. Jóhannes Ágústsson, annar eigenda 12 Tóna sem gefur plötur Jóhanns út hér á landi, hefur mikið dálæti á Englabörnum. „Þetta hefur verið perla í versluninni hjá okkur. Þeir sem hafa ferðast um landið sjá landið í þessari plötu, það er alveg magnað. Þetta er svipað og fólk hefur verið að upplifa með Sigur Rós," segir Jóhannes. „Mikið af ferðamönnum sem eru að fara út á land vantar tónlist í bílinn og þetta er plata sem við mælum alltaf með sem góð ferðamúsík. Maður svífur eiginlega alltaf þegar maður heyrir þessa plötu," segir hann og bætir við að Jóhann sé orðinn einn virtasti tónlistarmaðurinn sem þeir hafi á sínum snærum.
Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira