Viðskipti innlent

Fjármagnstekjur veikur hlekkur

Pétur Blöndal, sem er formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segist hafa vakið athygli á óvissu við fjárlagagerð þingsins.
Pétur Blöndal, sem er formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segist hafa vakið athygli á óvissu við fjárlagagerð þingsins.

„Ég hef vakið á því athygli við umræður á Alþingi að óvissa væri í fjárlagagerðinni. Það er matið á fjármagnstekjuskattinum og tekjum fyrirtækja,“ segir Pétur H. Blöndal, formaður efnahags- og skattanefndar Alþingis.

Frá því hefur verið greint að forsendur fjárlaga kynnu að vera brostnar, þar sem mikil lækkun hefði orðið á verði hlutabréfa. Fjárlaganefnd kemur saman í vikunni, ásamt efnahags- og skattanefnd, til að ræða þetta mál og áhrif þess á tekjur ríkissjóðs. Í fjárlögum 2008 er gert ráð fyrir að fjármagnstekjuskattur skili 35 milljörðum króna í ríkissjóð og fyrirtækjaskatturinn 45,5 milljörðum.

Pétur segir að fjárlög séu alltaf áætlun. „Það sá enginn verðfallið fyrir þegar fjárlögin voru samþykkt.“ Hann bætir því við að allir séu að átta sig á því að hlutabréfaverðið sveiflist. „Tekjur ríkisins eru því sveiflukenndar.“ - ikh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×