Blæs nýju lífi í glæsivillu 7. febrúar 2008 05:30 Hús Ingunnar Wernersdóttur hefur verið kallað ýmsum nöfnun í gegnum tíðina. Esjuberg er þekktasta heiti þess en fyrsti eigandinn nefndi það Villa Frida eftir eiginkonu sinni. Vísir/GVA Ingunn Wernersdóttir fjárfestir er að breyta Þingholtstræti 29a aftur í fjölskylduhús. „Það er verið að endurnýja húsið og gera það í eins upprunalegri mynd og hægt er,“ segir Ingunn. Hið glæsilega einbýlishús Þingholtstræti 29a var byggt árið 1916 af þýska kaupmanninum Obenhaupt. Ólafur Johnsen stórkaupmaður átti húsið næst. Starfsbróðir hans Árni Jónsson eignaðist síðar húsið en seldi það árið 1952 til Reykjavíkurborgar sem rak þar aðalbókasafn sitt til ársins 2000. Þá keypti Guðjón Már Guðjónsson í OZ húsið. Hann seldi það norska listmálaranum Odd Nerdrum tveimur árum síðar. Ingunn keypti húsið síðan af Oddi í fyrra og er þar með orðinn sjöundi eigandi þess. Ingunn segir miklar breytingar hafa verið gerðar á innviðum hússins í gegnum árin. Fyrst og fremst hafi Borgarbókasafnið lagað húsakynnin að starfsemi sinni. „Húsið var byggt sem fjölskylduhús og ég ætla að breyta því í þannig horf og gera það íbúðarhæft,“ segir Ingunn. Reiknað er með að endurnýjun hússins taki um tvö ár. Ingunn segist hafa sér til fulltingis verktaka, arkitekt og verkfræðing sem hafi mikla reynslu af því að gera upp gömul hús. „Húsið er því miður afar illa farið. Til dæmis eru þakrennur ónýtar og það lekur með þakinu. Það hefur skemmt út frá sér því lekanum var ekki sinnt. Eins þarf að endurnýja og lagfæra alla glugga. Hér eru voldugir og virðulegir gluggar sem voru með bæði innri og ytri gluggahlerum en einhver hefur tekið sig til og hent nánast öllum innri hlerunum. Það er líka búið að henda mörgum gömlum hurðum og ofnum. Þetta þarf að endurgera sem er auðvitað heilmikið verkefni en á endanum verður þetta mjög skemmtilegt,“ segir Ingunn. Framkvæmdir innanhúss eru þegar hafnar. Ingunn segir mörg lög af illa förnu parketi hafa komið í ljós, hvert öðru verra. „Þannig að nú verður að finna eitthvert gamaldags parket,“ segir hún. Aðspurð kveðst Ingunn enn ekki hafa ákveðið hvort hún flytji sjálf inn í Þingholtsstræti 29a: „Ég er ekki alveg ákveðin en þetta verður að minnsta kosti hús fyrir fjölskyldu.“ Hús og heimili Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Ingunn Wernersdóttir fjárfestir er að breyta Þingholtstræti 29a aftur í fjölskylduhús. „Það er verið að endurnýja húsið og gera það í eins upprunalegri mynd og hægt er,“ segir Ingunn. Hið glæsilega einbýlishús Þingholtstræti 29a var byggt árið 1916 af þýska kaupmanninum Obenhaupt. Ólafur Johnsen stórkaupmaður átti húsið næst. Starfsbróðir hans Árni Jónsson eignaðist síðar húsið en seldi það árið 1952 til Reykjavíkurborgar sem rak þar aðalbókasafn sitt til ársins 2000. Þá keypti Guðjón Már Guðjónsson í OZ húsið. Hann seldi það norska listmálaranum Odd Nerdrum tveimur árum síðar. Ingunn keypti húsið síðan af Oddi í fyrra og er þar með orðinn sjöundi eigandi þess. Ingunn segir miklar breytingar hafa verið gerðar á innviðum hússins í gegnum árin. Fyrst og fremst hafi Borgarbókasafnið lagað húsakynnin að starfsemi sinni. „Húsið var byggt sem fjölskylduhús og ég ætla að breyta því í þannig horf og gera það íbúðarhæft,“ segir Ingunn. Reiknað er með að endurnýjun hússins taki um tvö ár. Ingunn segist hafa sér til fulltingis verktaka, arkitekt og verkfræðing sem hafi mikla reynslu af því að gera upp gömul hús. „Húsið er því miður afar illa farið. Til dæmis eru þakrennur ónýtar og það lekur með þakinu. Það hefur skemmt út frá sér því lekanum var ekki sinnt. Eins þarf að endurnýja og lagfæra alla glugga. Hér eru voldugir og virðulegir gluggar sem voru með bæði innri og ytri gluggahlerum en einhver hefur tekið sig til og hent nánast öllum innri hlerunum. Það er líka búið að henda mörgum gömlum hurðum og ofnum. Þetta þarf að endurgera sem er auðvitað heilmikið verkefni en á endanum verður þetta mjög skemmtilegt,“ segir Ingunn. Framkvæmdir innanhúss eru þegar hafnar. Ingunn segir mörg lög af illa förnu parketi hafa komið í ljós, hvert öðru verra. „Þannig að nú verður að finna eitthvert gamaldags parket,“ segir hún. Aðspurð kveðst Ingunn enn ekki hafa ákveðið hvort hún flytji sjálf inn í Þingholtsstræti 29a: „Ég er ekki alveg ákveðin en þetta verður að minnsta kosti hús fyrir fjölskyldu.“
Hús og heimili Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira