Er í lagi að Mogginn segi ósatt? Dagur B. Eggertsson skrifar 13. febrúar 2008 00:01 Morgunblaðið sagði vísvitandi ósatt í leiðara eftir nýjustu meirihlutaskiptin í borgarstjórn og hélt því fram að ég hefði krafið Ólaf F. Magnússon borgarstjóra um vottorð. Þetta hefur ítrekað verið borið til baka af Gunnari Eydal skrifstofustjóra borgarstjórnar og síðast Ólafi F. Magnússyni sjálfum. En aldrei hefur Morgunblaðið leiðrétt rangfærslu sína. Hvað þá beðið hlutaðeigandi afsökunar. Í Staksteinum í dag gerir Morgunblaðið Samfylkinguna ábyrga fyrir kaupréttarsamningum REI sem samþykktir voru í stjórn REI – og hvergi annars staðar - þar sem enginn Samfylkingarmaður átti sæti. Morgunblaðið segir vísvitandi ósatt um þetta. Morgunblaðið veit líka að minnihluti stjórnar Orkuveitunnar og meðeigendur Reykvíkinga voru leyndir því af Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni og forystu Sjálfstæðisflokksins að “þjónustusamningur” sem lagður var fram á stjórnarfundi OR í REI-málinu á ensku var ranglega kynntur og var í raun 20 ára einkaréttarsamningur á nafni, þekkingu og starfskröftum Orkuveitunnar. Um ábyrgð Sjálfstæðisflokksins á þessu vitna fréttir og leiðara Morgunblaðsins síðustu daga. Staksteinar kjósa engu að síður að gera framgöngu fulltrúa Samfylkingarinnar á stjórnarfundinum tortryggilega. Af hverju biður Morgunblaðið ekki allt eins fulltrúa Akraness sem var jafngróflega blekktur og aðrir í þessu máli að segja af sér? Morgunblaðið hefur mér að vitandi aldrei haldið því fram að það sé í lagi að stjórnmálamenn segi ósatt heldur þvert á móti að þeir þurfi að axla ábyrgð ef þeir eru staðnir að því. Hvernig má það vera að Morgunblaðið segi ítrekað ósatt, birti ekki leiðréttingar eða afsökunarbeiðni og að enginn, hvorki ábyrgðarmaður né eigendur geri sig líklega til að axla ábyrgð á því? Er Morgunblaðið svo djúpt sokkið að það skeytir ekki lengur um skömm eða heiður? Lenti Morgunblaðið ef til vill bara í þessu? Eða er jafnilla komið fyrir Morgunblaðinu og Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík að það hafi ekki styrk til að taka á sínum innri vandamálum og kjósi því frekar að afneita þeim og reyna að beina sjónum almennings annað? Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Morgunblaðið sagði vísvitandi ósatt í leiðara eftir nýjustu meirihlutaskiptin í borgarstjórn og hélt því fram að ég hefði krafið Ólaf F. Magnússon borgarstjóra um vottorð. Þetta hefur ítrekað verið borið til baka af Gunnari Eydal skrifstofustjóra borgarstjórnar og síðast Ólafi F. Magnússyni sjálfum. En aldrei hefur Morgunblaðið leiðrétt rangfærslu sína. Hvað þá beðið hlutaðeigandi afsökunar. Í Staksteinum í dag gerir Morgunblaðið Samfylkinguna ábyrga fyrir kaupréttarsamningum REI sem samþykktir voru í stjórn REI – og hvergi annars staðar - þar sem enginn Samfylkingarmaður átti sæti. Morgunblaðið segir vísvitandi ósatt um þetta. Morgunblaðið veit líka að minnihluti stjórnar Orkuveitunnar og meðeigendur Reykvíkinga voru leyndir því af Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni og forystu Sjálfstæðisflokksins að “þjónustusamningur” sem lagður var fram á stjórnarfundi OR í REI-málinu á ensku var ranglega kynntur og var í raun 20 ára einkaréttarsamningur á nafni, þekkingu og starfskröftum Orkuveitunnar. Um ábyrgð Sjálfstæðisflokksins á þessu vitna fréttir og leiðara Morgunblaðsins síðustu daga. Staksteinar kjósa engu að síður að gera framgöngu fulltrúa Samfylkingarinnar á stjórnarfundinum tortryggilega. Af hverju biður Morgunblaðið ekki allt eins fulltrúa Akraness sem var jafngróflega blekktur og aðrir í þessu máli að segja af sér? Morgunblaðið hefur mér að vitandi aldrei haldið því fram að það sé í lagi að stjórnmálamenn segi ósatt heldur þvert á móti að þeir þurfi að axla ábyrgð ef þeir eru staðnir að því. Hvernig má það vera að Morgunblaðið segi ítrekað ósatt, birti ekki leiðréttingar eða afsökunarbeiðni og að enginn, hvorki ábyrgðarmaður né eigendur geri sig líklega til að axla ábyrgð á því? Er Morgunblaðið svo djúpt sokkið að það skeytir ekki lengur um skömm eða heiður? Lenti Morgunblaðið ef til vill bara í þessu? Eða er jafnilla komið fyrir Morgunblaðinu og Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík að það hafi ekki styrk til að taka á sínum innri vandamálum og kjósi því frekar að afneita þeim og reyna að beina sjónum almennings annað? Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun