Er í lagi að Mogginn segi ósatt? Dagur B. Eggertsson skrifar 13. febrúar 2008 00:01 Morgunblaðið sagði vísvitandi ósatt í leiðara eftir nýjustu meirihlutaskiptin í borgarstjórn og hélt því fram að ég hefði krafið Ólaf F. Magnússon borgarstjóra um vottorð. Þetta hefur ítrekað verið borið til baka af Gunnari Eydal skrifstofustjóra borgarstjórnar og síðast Ólafi F. Magnússyni sjálfum. En aldrei hefur Morgunblaðið leiðrétt rangfærslu sína. Hvað þá beðið hlutaðeigandi afsökunar. Í Staksteinum í dag gerir Morgunblaðið Samfylkinguna ábyrga fyrir kaupréttarsamningum REI sem samþykktir voru í stjórn REI – og hvergi annars staðar - þar sem enginn Samfylkingarmaður átti sæti. Morgunblaðið segir vísvitandi ósatt um þetta. Morgunblaðið veit líka að minnihluti stjórnar Orkuveitunnar og meðeigendur Reykvíkinga voru leyndir því af Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni og forystu Sjálfstæðisflokksins að “þjónustusamningur” sem lagður var fram á stjórnarfundi OR í REI-málinu á ensku var ranglega kynntur og var í raun 20 ára einkaréttarsamningur á nafni, þekkingu og starfskröftum Orkuveitunnar. Um ábyrgð Sjálfstæðisflokksins á þessu vitna fréttir og leiðara Morgunblaðsins síðustu daga. Staksteinar kjósa engu að síður að gera framgöngu fulltrúa Samfylkingarinnar á stjórnarfundinum tortryggilega. Af hverju biður Morgunblaðið ekki allt eins fulltrúa Akraness sem var jafngróflega blekktur og aðrir í þessu máli að segja af sér? Morgunblaðið hefur mér að vitandi aldrei haldið því fram að það sé í lagi að stjórnmálamenn segi ósatt heldur þvert á móti að þeir þurfi að axla ábyrgð ef þeir eru staðnir að því. Hvernig má það vera að Morgunblaðið segi ítrekað ósatt, birti ekki leiðréttingar eða afsökunarbeiðni og að enginn, hvorki ábyrgðarmaður né eigendur geri sig líklega til að axla ábyrgð á því? Er Morgunblaðið svo djúpt sokkið að það skeytir ekki lengur um skömm eða heiður? Lenti Morgunblaðið ef til vill bara í þessu? Eða er jafnilla komið fyrir Morgunblaðinu og Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík að það hafi ekki styrk til að taka á sínum innri vandamálum og kjósi því frekar að afneita þeim og reyna að beina sjónum almennings annað? Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Morgunblaðið sagði vísvitandi ósatt í leiðara eftir nýjustu meirihlutaskiptin í borgarstjórn og hélt því fram að ég hefði krafið Ólaf F. Magnússon borgarstjóra um vottorð. Þetta hefur ítrekað verið borið til baka af Gunnari Eydal skrifstofustjóra borgarstjórnar og síðast Ólafi F. Magnússyni sjálfum. En aldrei hefur Morgunblaðið leiðrétt rangfærslu sína. Hvað þá beðið hlutaðeigandi afsökunar. Í Staksteinum í dag gerir Morgunblaðið Samfylkinguna ábyrga fyrir kaupréttarsamningum REI sem samþykktir voru í stjórn REI – og hvergi annars staðar - þar sem enginn Samfylkingarmaður átti sæti. Morgunblaðið segir vísvitandi ósatt um þetta. Morgunblaðið veit líka að minnihluti stjórnar Orkuveitunnar og meðeigendur Reykvíkinga voru leyndir því af Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni og forystu Sjálfstæðisflokksins að “þjónustusamningur” sem lagður var fram á stjórnarfundi OR í REI-málinu á ensku var ranglega kynntur og var í raun 20 ára einkaréttarsamningur á nafni, þekkingu og starfskröftum Orkuveitunnar. Um ábyrgð Sjálfstæðisflokksins á þessu vitna fréttir og leiðara Morgunblaðsins síðustu daga. Staksteinar kjósa engu að síður að gera framgöngu fulltrúa Samfylkingarinnar á stjórnarfundinum tortryggilega. Af hverju biður Morgunblaðið ekki allt eins fulltrúa Akraness sem var jafngróflega blekktur og aðrir í þessu máli að segja af sér? Morgunblaðið hefur mér að vitandi aldrei haldið því fram að það sé í lagi að stjórnmálamenn segi ósatt heldur þvert á móti að þeir þurfi að axla ábyrgð ef þeir eru staðnir að því. Hvernig má það vera að Morgunblaðið segi ítrekað ósatt, birti ekki leiðréttingar eða afsökunarbeiðni og að enginn, hvorki ábyrgðarmaður né eigendur geri sig líklega til að axla ábyrgð á því? Er Morgunblaðið svo djúpt sokkið að það skeytir ekki lengur um skömm eða heiður? Lenti Morgunblaðið ef til vill bara í þessu? Eða er jafnilla komið fyrir Morgunblaðinu og Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík að það hafi ekki styrk til að taka á sínum innri vandamálum og kjósi því frekar að afneita þeim og reyna að beina sjónum almennings annað? Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar