Spákaupmaðurinn: Svali í skattaforsælunni 5. mars 2008 00:01 Það er fátt betra en að gera sér ferð ýmist til Kýpur eða Karíbahafsins á frostavetrum eins og nú. Þetta er lífsnauðsynlegt. Ekki aðeins þar sem klofgræjan var komin fast við frostmark heima heldur er veturinn tilvalinn til að endurnýja búsetuna á eyjunum og heilsa upp á þá sem þar búa. Það er ágætt endrum og eins enda gerir maður jú upp þarna, skilar inn skattframtali til barmfagurra skvísa í skuggsælum skattaparadísum. Eða frekar – skilar ekki inn skattframtali. Þar stendur jú allt á núlli. Það kemur meira að segja fyrir að maður hitti á kunningja, Bjögga Thor á Kýpur, sem býr í húsi ekki langt frá mínu og ég skála stundum við í góðra vina hópi. Eða Hannes Smára á Bahama. Hann er reyndar ekki staddur í kofanum núna og segja mér kunnugir að hann hafi ekki sést lengi. Gæti verið á Barbados. Ég skildi eftir miða til hans í gær. Sagði honum að banka upp á númer 103. En hvað um það. Þetta eru paradísir. Pínakólað svotil gratís, stelpurnar flottar, sandurinn heitur og sjórinn svalandi. Svo eru hérna stjórnvöld sem kunna að tríta menn með peninga. Bjóða þeim vist, skjól og skugga undan löngum armi hins rammíslenska skattmanns, mönnum með tekjur, sem kunna að fara með peningana sína. Jafnvel pólitíið er huggulegt. Tekur brosandi við smáþóknun sé maður slompaður undir stýri eða kitli pinnann á röngum stað og röngum tíma. Skiptir engu þótt ég reyni að telja þeim trú um að Bambinn bara komist ekki svona hratt. Hér er gott að vera. Hasta la vista, bétébé. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Sjá meira
Það er fátt betra en að gera sér ferð ýmist til Kýpur eða Karíbahafsins á frostavetrum eins og nú. Þetta er lífsnauðsynlegt. Ekki aðeins þar sem klofgræjan var komin fast við frostmark heima heldur er veturinn tilvalinn til að endurnýja búsetuna á eyjunum og heilsa upp á þá sem þar búa. Það er ágætt endrum og eins enda gerir maður jú upp þarna, skilar inn skattframtali til barmfagurra skvísa í skuggsælum skattaparadísum. Eða frekar – skilar ekki inn skattframtali. Þar stendur jú allt á núlli. Það kemur meira að segja fyrir að maður hitti á kunningja, Bjögga Thor á Kýpur, sem býr í húsi ekki langt frá mínu og ég skála stundum við í góðra vina hópi. Eða Hannes Smára á Bahama. Hann er reyndar ekki staddur í kofanum núna og segja mér kunnugir að hann hafi ekki sést lengi. Gæti verið á Barbados. Ég skildi eftir miða til hans í gær. Sagði honum að banka upp á númer 103. En hvað um það. Þetta eru paradísir. Pínakólað svotil gratís, stelpurnar flottar, sandurinn heitur og sjórinn svalandi. Svo eru hérna stjórnvöld sem kunna að tríta menn með peninga. Bjóða þeim vist, skjól og skugga undan löngum armi hins rammíslenska skattmanns, mönnum með tekjur, sem kunna að fara með peningana sína. Jafnvel pólitíið er huggulegt. Tekur brosandi við smáþóknun sé maður slompaður undir stýri eða kitli pinnann á röngum stað og röngum tíma. Skiptir engu þótt ég reyni að telja þeim trú um að Bambinn bara komist ekki svona hratt. Hér er gott að vera. Hasta la vista, bétébé. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Sjá meira