Stríð og friður Stefán Jón Hafstein skrifar 28. mars 2008 03:00 Þegar fimm ár eru liðin frá innrásinni í Írak er hægt að telja saman kostnaðinn af stríði annars vegar og ávinninginn af friði hins vegar. Þetta gerir nóbelsverðlaunahafinn Stiglitz í nýrri bók ásamt meðhöfundi sínum Bilmes. Tölurnar eru langt handan við það sem venjulegur maður getur skilið. Þrjár milljónir milljónir dollara eru miklir peningar; hljóma eins og fregnir frá fjarlægum sólkerfum. Þetta fjarlæga sólkerfi er samt plánetan Jörð og stríðið er bara háð í einum skika þeirrar sömu jarðar. Stríðið hefur nú verið háð í nær 1.900 daga. Tíu daga stríðsrekstur kostar jafn mikið og eins árs framlög Bandaríkjamanna til Afríku. Það hefði verið hægt að tvöfalda framlögin til Afríku í nær 200 ár fyrir hlut Bandaríkjamanna í stríðinu. Þá er ótalinn hlutur annarra ríkja, sem Stiglitz og Blimes meta til jafnvirðis. Þar bera Bretar meginþunga. Að mati hagfræðingsins væri hægt að veita 530 milljónum barna heilsugæslu í eitt ár fyrir einn þriðja af heildarkostnaði Bandaríkjanna eins og hann stendur í dag. Eru þó ótaldir vextir af lánum sem tekin hafa verið til að fjármagna þessa herför, en hún er öll tekin út á krít fyrir komandi kynslóðir. Þetta er munurinn á kostnaðinum við stríð og ávinningnum af friði. Eins og hann er mældur í peningum. Gegn betri vitundFyrir rúmu ári skrifaði Tony Blair, þáveradi forsætisráðherra Breta, grein í tímaritið Foreign Affairs sem átti að réttlæta stríðin í Afganistan og Írak. Tilefnið var fjögur ár frá upphafi stríðsins sem nú er fimm ára, löngu eftir að lýst var yfir sigri. Í greininni segir Blair stríðin snúast um baráttuna milli „okkar gilda" og „þeirra gilda". Þeir eru hryðjuverkamennirnir sem vaða uppi í heiminum. Í greiningu á röksemdafærslu Blairs sem ég birti á vef mínum - stefanjon.is - benti ég á ýmsa veikleika í rökum Blairs, en helstan þann að hann trúir í raun ekki á þá leið sem hann þó sjálfur kaus að fara í félagsskap við Bush. Hann hefur nefnilega rétt fyrir sér í meginatriðinu. Baráttan fyrir lýðræði, frelsi og mannréttindum má ekki tapast. Og leiðin til þess er einmitt ekki sú sem hann fór, heldur hin sem hann bendir á: Að sýna í verki að „okkar leið" sé betri en „þeirra". Blair segir: „Ef við trúum á réttlæti, hvernig getum við liðið að 30.000 börn deyi daglega, þegar við vitum að hægt er að koma í veg fyrir það?" Og með því að koma á friði í Palestínu væri hægt að sýna fram á í reynd að ólík trúarbrögð og ólíkir menningarheimar geta búið í sátt. Það væri að mati Blairs sýnikennsla í því að „okkar gildi" duga best. Í Afríku þarf að berjast gegn fátækt, hungri, sjúkdómum og stríði með því að auka aðstoð, segir hann. Og alþjóðlegt samkomuleg um verslun þarf að hjálpa Þriðja heiminum til bjargálna, með því til dæmis, að verndarstefna Evrópu verði aflögð. Aðgerðir gegn loftslagsbreytingum eru líka hluti af þeirri „hnattrænu íhlutun" sem Tony Blair boðar og trúir á. Í þeim efnum dugar ekkert nema það „hnattræna bandalag" sem hann kallar eftir. Réttilega varar hann við því að einangrunarhyggja verði ofan á í Vesturheimi. Þar eru hann og mannúðarsamtökin bresku Oxfam sammála. Í einni skýrslu Oxfam er einmitt rakið hvernig aðgerðir Breta og Bandaríkjamanna í Afganistan og Írak kunni að leiða af sér pólitískt bakslag. Aðgerðarleysi á öllum þeim sviðum sem Blair vill taka á af „stórhug" verði í raun niðurstaðan af stríðinu. Það væri þá tap af þeim toga sem heimsbyggðin þyldi illa og gerði kostnaðinn af stríðinu enn meiri en hagfræðingar geta mælt. Hinn sanni kostnaður„Hinn sanni kostnaður stríðsins", eins og Stiglitz og Bilmes kalla bókina, felur í sér eftirfarandi fróðleik: 16 milljarðar dollara: mánaðar stríðsrekstur í Írak. 138 dalir: Mánaðarlegur kostnaður á hvert heimili í Bandaríkjunum. 25 milljarðar dollara: kostnaður Bandaríkjanna á ári vegna hækkunar á olíuverði, sem rekja má til stríðsins. 5 milljarðar: 10 daga stríð. Milljón milljónir: Vextir sem greiðast af stríðslánum næstu 10 ár. 3%: Meðaltekjutap í 13 Afríkulöndum vegna hærra olíuverðs sem rekja má til stríðsins, þetta tekjufall eitt nægir til að þurrka upp þróunaraðstoð í álfunni á einu ári. En þetta er bara reiknilíkan. Mannlegar hörmungar eru ekki taldar með. Og því til viðbótar kemur svo áfallið fyrir „okkar gildi". Hvað segir stríðið og kostnaðurinn af því um gildismat „okkar" sem trúum á friðsamlegar lausnir, mannréttindi og lýðræði? Allt hefur þetta verið fótum troðið af „okkur" sjálfum í fimm ár og talning stendur yfir enn. @Megin-Ol umraedugr 8,3p 1.m : Höfundur starfar fyrir Þróunarsamvinnustofnun í Namibíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar fimm ár eru liðin frá innrásinni í Írak er hægt að telja saman kostnaðinn af stríði annars vegar og ávinninginn af friði hins vegar. Þetta gerir nóbelsverðlaunahafinn Stiglitz í nýrri bók ásamt meðhöfundi sínum Bilmes. Tölurnar eru langt handan við það sem venjulegur maður getur skilið. Þrjár milljónir milljónir dollara eru miklir peningar; hljóma eins og fregnir frá fjarlægum sólkerfum. Þetta fjarlæga sólkerfi er samt plánetan Jörð og stríðið er bara háð í einum skika þeirrar sömu jarðar. Stríðið hefur nú verið háð í nær 1.900 daga. Tíu daga stríðsrekstur kostar jafn mikið og eins árs framlög Bandaríkjamanna til Afríku. Það hefði verið hægt að tvöfalda framlögin til Afríku í nær 200 ár fyrir hlut Bandaríkjamanna í stríðinu. Þá er ótalinn hlutur annarra ríkja, sem Stiglitz og Blimes meta til jafnvirðis. Þar bera Bretar meginþunga. Að mati hagfræðingsins væri hægt að veita 530 milljónum barna heilsugæslu í eitt ár fyrir einn þriðja af heildarkostnaði Bandaríkjanna eins og hann stendur í dag. Eru þó ótaldir vextir af lánum sem tekin hafa verið til að fjármagna þessa herför, en hún er öll tekin út á krít fyrir komandi kynslóðir. Þetta er munurinn á kostnaðinum við stríð og ávinningnum af friði. Eins og hann er mældur í peningum. Gegn betri vitundFyrir rúmu ári skrifaði Tony Blair, þáveradi forsætisráðherra Breta, grein í tímaritið Foreign Affairs sem átti að réttlæta stríðin í Afganistan og Írak. Tilefnið var fjögur ár frá upphafi stríðsins sem nú er fimm ára, löngu eftir að lýst var yfir sigri. Í greininni segir Blair stríðin snúast um baráttuna milli „okkar gilda" og „þeirra gilda". Þeir eru hryðjuverkamennirnir sem vaða uppi í heiminum. Í greiningu á röksemdafærslu Blairs sem ég birti á vef mínum - stefanjon.is - benti ég á ýmsa veikleika í rökum Blairs, en helstan þann að hann trúir í raun ekki á þá leið sem hann þó sjálfur kaus að fara í félagsskap við Bush. Hann hefur nefnilega rétt fyrir sér í meginatriðinu. Baráttan fyrir lýðræði, frelsi og mannréttindum má ekki tapast. Og leiðin til þess er einmitt ekki sú sem hann fór, heldur hin sem hann bendir á: Að sýna í verki að „okkar leið" sé betri en „þeirra". Blair segir: „Ef við trúum á réttlæti, hvernig getum við liðið að 30.000 börn deyi daglega, þegar við vitum að hægt er að koma í veg fyrir það?" Og með því að koma á friði í Palestínu væri hægt að sýna fram á í reynd að ólík trúarbrögð og ólíkir menningarheimar geta búið í sátt. Það væri að mati Blairs sýnikennsla í því að „okkar gildi" duga best. Í Afríku þarf að berjast gegn fátækt, hungri, sjúkdómum og stríði með því að auka aðstoð, segir hann. Og alþjóðlegt samkomuleg um verslun þarf að hjálpa Þriðja heiminum til bjargálna, með því til dæmis, að verndarstefna Evrópu verði aflögð. Aðgerðir gegn loftslagsbreytingum eru líka hluti af þeirri „hnattrænu íhlutun" sem Tony Blair boðar og trúir á. Í þeim efnum dugar ekkert nema það „hnattræna bandalag" sem hann kallar eftir. Réttilega varar hann við því að einangrunarhyggja verði ofan á í Vesturheimi. Þar eru hann og mannúðarsamtökin bresku Oxfam sammála. Í einni skýrslu Oxfam er einmitt rakið hvernig aðgerðir Breta og Bandaríkjamanna í Afganistan og Írak kunni að leiða af sér pólitískt bakslag. Aðgerðarleysi á öllum þeim sviðum sem Blair vill taka á af „stórhug" verði í raun niðurstaðan af stríðinu. Það væri þá tap af þeim toga sem heimsbyggðin þyldi illa og gerði kostnaðinn af stríðinu enn meiri en hagfræðingar geta mælt. Hinn sanni kostnaður„Hinn sanni kostnaður stríðsins", eins og Stiglitz og Bilmes kalla bókina, felur í sér eftirfarandi fróðleik: 16 milljarðar dollara: mánaðar stríðsrekstur í Írak. 138 dalir: Mánaðarlegur kostnaður á hvert heimili í Bandaríkjunum. 25 milljarðar dollara: kostnaður Bandaríkjanna á ári vegna hækkunar á olíuverði, sem rekja má til stríðsins. 5 milljarðar: 10 daga stríð. Milljón milljónir: Vextir sem greiðast af stríðslánum næstu 10 ár. 3%: Meðaltekjutap í 13 Afríkulöndum vegna hærra olíuverðs sem rekja má til stríðsins, þetta tekjufall eitt nægir til að þurrka upp þróunaraðstoð í álfunni á einu ári. En þetta er bara reiknilíkan. Mannlegar hörmungar eru ekki taldar með. Og því til viðbótar kemur svo áfallið fyrir „okkar gildi". Hvað segir stríðið og kostnaðurinn af því um gildismat „okkar" sem trúum á friðsamlegar lausnir, mannréttindi og lýðræði? Allt hefur þetta verið fótum troðið af „okkur" sjálfum í fimm ár og talning stendur yfir enn. @Megin-Ol umraedugr 8,3p 1.m : Höfundur starfar fyrir Þróunarsamvinnustofnun í Namibíu.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun