Stúkan dýra 31. mars 2008 06:00 Ef ábyrg stjórnvöld væru við völd í Reykjavík væru viðbrögðin við svimandi háum bakreikningi frá KSÍ vegna stúkubyggingarinnar í Laugardal önnur en raun ber vitni. Hlutverk borgaryfirvalda ætti að vera það að halda utan um buddu borgarsjóðs og vísa ábyrgð borgarinnar á framúrkeyrslunni á bug, eins og efnisatriði málsins styðja. En bitur og særður meirihluti í Reykjavík, með Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson formann borgaráðs í broddi fylkingar, ólmast þess í stað við að koma ábyrgð yfir á pólitíska andstæðinga og þar með Reykjavíkurborg eftir langsóttum krókaleiðum. Svaðið sem Vilhjálmur og meirihlutinn heldur sig í er orðið niðurstappað og einmanalegt og vonin um að komast upp úr því virðist slokknuð, hagsmunir borgarinnar og önnur slík æðri markmið hafa fjarlægst og allt kapp er lagt á að draga fleiri í svaðið með réttu eða röngu. Þessi ófrægingarherferð meirihlutans er sérstaklega ómerkileg í ljósi þess að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson lét það sjálfur dragast í meira en þrjá mánuði að skipa fulltrúa meirihlutans í byggingarnefnd Laugardalsvallar eftir kosningar 2006. Hann getur því kennt sér sjálfum um það að ekki var fundað í byggingarnefnd það sumar. Vilhjálmur fékk einnig að vita um framútkeyrslu KSÍ sem borgarstjóri snemma hausts 2006 en hann gerði borgarráði aldrei grein fyrir málinu. Hins vegar lét Dagur B. Eggertsson borgarlögmann fara yfir málið um leið og honum var gert viðvart um það haustið 2007 og gerði borgarráði grein fyrir því í kjölfarið. Örvæntingarfullt fólk sem hefur engu að tapa sést ekki alltaf fyrir, það grípur stundum til örþrifaráða sem festa það í svaðinu og bætir í engu þeirra stöðu. Oddvitar meirihlutans í Reykjavík eru örvæntingarfullir og hafa pólitískt engu að tapa. Reykjavíkurborg hefur hinsvegar miklu að tapa, því er óverjandi fyrir oddvitana örvæntingarfullu og aðra borgarfulltrúa meirihlutans að vinna geng hagsmunum borgarinnar, í langsóttri tilraun til þess að koma höggi á pólitíska andstæðinga. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigrún Elsa Smáradóttir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ef ábyrg stjórnvöld væru við völd í Reykjavík væru viðbrögðin við svimandi háum bakreikningi frá KSÍ vegna stúkubyggingarinnar í Laugardal önnur en raun ber vitni. Hlutverk borgaryfirvalda ætti að vera það að halda utan um buddu borgarsjóðs og vísa ábyrgð borgarinnar á framúrkeyrslunni á bug, eins og efnisatriði málsins styðja. En bitur og særður meirihluti í Reykjavík, með Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson formann borgaráðs í broddi fylkingar, ólmast þess í stað við að koma ábyrgð yfir á pólitíska andstæðinga og þar með Reykjavíkurborg eftir langsóttum krókaleiðum. Svaðið sem Vilhjálmur og meirihlutinn heldur sig í er orðið niðurstappað og einmanalegt og vonin um að komast upp úr því virðist slokknuð, hagsmunir borgarinnar og önnur slík æðri markmið hafa fjarlægst og allt kapp er lagt á að draga fleiri í svaðið með réttu eða röngu. Þessi ófrægingarherferð meirihlutans er sérstaklega ómerkileg í ljósi þess að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson lét það sjálfur dragast í meira en þrjá mánuði að skipa fulltrúa meirihlutans í byggingarnefnd Laugardalsvallar eftir kosningar 2006. Hann getur því kennt sér sjálfum um það að ekki var fundað í byggingarnefnd það sumar. Vilhjálmur fékk einnig að vita um framútkeyrslu KSÍ sem borgarstjóri snemma hausts 2006 en hann gerði borgarráði aldrei grein fyrir málinu. Hins vegar lét Dagur B. Eggertsson borgarlögmann fara yfir málið um leið og honum var gert viðvart um það haustið 2007 og gerði borgarráði grein fyrir því í kjölfarið. Örvæntingarfullt fólk sem hefur engu að tapa sést ekki alltaf fyrir, það grípur stundum til örþrifaráða sem festa það í svaðinu og bætir í engu þeirra stöðu. Oddvitar meirihlutans í Reykjavík eru örvæntingarfullir og hafa pólitískt engu að tapa. Reykjavíkurborg hefur hinsvegar miklu að tapa, því er óverjandi fyrir oddvitana örvæntingarfullu og aðra borgarfulltrúa meirihlutans að vinna geng hagsmunum borgarinnar, í langsóttri tilraun til þess að koma höggi á pólitíska andstæðinga. Höfundur er borgarfulltrúi.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar